Sjósettu nýjasta bát Raufarhafnar

Endurnýjun skipaflotans | 29. október 2021

Sjósettu nýjasta bát Raufarhafnar

Nýsmíði GPG Seafood ehf. var sjósett í gær. Báturinn, sem er 30 brúttótonn, ber nafnið Háey I og verður heimahöfn hennar á Raufarhöfn en þaðan hefur GPG gert út línu- og netabátinn Háey II ÞH-275.

Sjósettu nýjasta bát Raufarhafnar

Endurnýjun skipaflotans | 29. október 2021

Háey í Reykjavíkurhöfn í morgun. Báturinn var sjósettur í gær.
Háey í Reykjavíkurhöfn í morgun. Báturinn var sjósettur í gær. mbl.is/sisi

Nýsmíði GPG Seafood ehf. var sjósett í gær. Báturinn, sem er 30 brúttótonn, ber nafnið Háey I og verður heimahöfn hennar á Raufarhöfn en þaðan hefur GPG gert út línu- og netabátinn Háey II ÞH-275.

Nýsmíði GPG Seafood ehf. var sjósett í gær. Báturinn, sem er 30 brúttótonn, ber nafnið Háey I og verður heimahöfn hennar á Raufarhöfn en þaðan hefur GPG gert út línu- og netabátinn Háey II ÞH-275.

Háey I kemur í stað Lágeyjar sem strandaði í Þistilfirði í lok nóvember 2019. Víkingbátar hafa annast smíði plastbátsins og er hann 13,25 metrar að lengd, 5,5 metrar að breidd.

Sjósetningin gekk vel ef marka má myndband sem GPG hefur birt á Facebook-síðu sinni. Borið hefur á að plastbátar hafa orðið stærri með tímanum og veita mun betri aðstöðu fyrir áhöfn.

mbl.is