„Ég er ekki fullkomið foreldri“

Jolie/Pitt | 1. nóvember 2021

„Ég er ekki fullkomið foreldri“

„Þau eru frekar frábær,“ segir Hollwyood-stjarnan Angelina Jolie um börnin sín sex í nýju viðtali við People. Óskarsverðlaunaleikkonan á sex börn á aldrinum 13 ára til 20 ára með fyrrverandi eiginmanni sínum Brad Pitt. 

„Ég er ekki fullkomið foreldri“

Jolie/Pitt | 1. nóvember 2021

Angelina Jolie með börnum sínum Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt, Vivienne …
Angelina Jolie með börnum sínum Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Maddox Jolie-Pitt og Knox Jolie-Pitt. AFP

„Þau eru frek­ar frá­bær,“ seg­ir Hollwyood-stjarn­an Ang­el­ina Jolie um börn­in sín sex í nýju viðtali við People. Óskar­sverðlauna­leik­kon­an á sex börn á aldr­in­um 13 ára til 20 ára með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um Brad Pitt. 

„Þau eru frek­ar frá­bær,“ seg­ir Hollwyood-stjarn­an Ang­el­ina Jolie um börn­in sín sex í nýju viðtali við People. Óskar­sverðlauna­leik­kon­an á sex börn á aldr­in­um 13 ára til 20 ára með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um Brad Pitt. 

Sex barna móðirin seg­ir að vegna þess að börn­in eru svo mörg hafi þau mik­il áhrif á hvert annað. Seg­ir hún ekki líta á sig sem stjórn­anda í hópn­um. „Ég er mjög hrein­skil­in við börn­in mín. Ég er mjög mann­leg við börn­in mín.“

„Það eru sex mjög sjálf­stæðir ein­stak­ling­ar heima hjá mér. Ég er spennt fyr­ir mis­mun­andi stig­um, til­finn­ing­um og for­vitni sem þau upp­lifa. Af hverju ætt­um við ekki að vera það?“ sagði Jolie. Hún seg­ir að nauðsyn­legt fyr­ir for­eldra að breyt­ast og þrosk­ast ef þeir ætla að styðja al­menni­lega við börn­in sín. 

Maddox, Vivienne, Angelina Jolie, Knox, Shiloh og Zahara.
Maddox, Vi­vienne, Ang­el­ina Jolie, Knox, Shi­loh og Za­hara. AFP

„Ég er ekki full­komið for­eldri á neinn hátt,“ seg­ir hún. „Mér líður á hverj­um degi eins og ég sé meðvitaðri um það sem ég gerði ekki rétt. Ég er frek­ar hörð við sjálfa mig,“ seg­ir Jolie sem spyr sig oft hvort hún hafi gert eitt­hvað rangt eða sagt eitt­hvað rangt.

Börn­in hafa flest verið afar áber­andi und­an­farn­ar vik­ur á meðan móðir þeirra kynn­ir nýj­ustu mynd sína, Eternals. Son­ur­inn Maddox er 20 ára, Pax er 17 ára, Za­hara er 16 ára, Shi­loh er 15 ára og tví­bur­arn­ir Vi­vienne og Knox eru 13 ára. Jolie á börn­in með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um Brad Pitt en kvik­mynda­stjörn­urn­ar hafa átt í for­ræðis­deilu síðan þau til­kynntu um skilnað sinn fyr­ir fimm árum. 

Angelina Jolie ásamt dætrum sínum Zah-ru og Shiloh.
Ang­el­ina Jolie ásamt dætr­um sín­um Zah-ru og Shi­loh. AFP
Angelina Jolie og dóttir hennar Zahara Jolie-Pitt.
Ang­el­ina Jolie og dótt­ir henn­ar Za­hara Jolie-Pitt. AFP
mbl.is