Hekla er varasöm

Hekla | 4. nóvember 2021

Hekla er varasöm

Hekla er varasamt eldfjall vegna þess hvað hún gýs með skömmum fyrirvara, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.

Hekla er varasöm

Hekla | 4. nóvember 2021

Horft ofan í toppgíg Heklu, hins máttuga eldfjalls, sem er …
Horft ofan í toppgíg Heklu, hins máttuga eldfjalls, sem er 1.491 metra hátt. mbl.is/Sigurður Bogi

Hekla er vara­samt eld­fjall vegna þess hvað hún gýs með skömm­um fyr­ir­vara, að mati Páls Ein­ars­son­ar jarðeðlis­fræðings.

Hekla er vara­samt eld­fjall vegna þess hvað hún gýs með skömm­um fyr­ir­vara, að mati Páls Ein­ars­son­ar jarðeðlis­fræðings.

Þensl­an hef­ur auk­ist stöðugt frá síðasta gosi í Heklu árið 2000. Hún veld­ur af­lög­un sem er eins og kúla á jarðskorp­unni. Kúl­an sem nú þenst út við Heklu er um 30 km í þver­mál og ekki kröpp. Það gef­ur vís­bend­ing­ar um að þrýst­ing­ur­inn sem veld­ur þensl­unni eigi upp­tök á 15-20 km dýpi. 

Páll seg­ir að þensl­an hafi verið orðin jafn mik­il um árið 2006 og hún var áður en síðast gaus. Síðan má segja að fjallið hafi verið til­búið í gos. Eng­in merki voru þó um það í gær að Hekla væri að fara að gjósa og sagði Páll það ekki koma á óvart. „Hekla er ekki vön að gefa merki um aðsteðjandi gos fyrr en mjög skömmu áður en það brýst út. Það ger­ir hana svo vara­sama,“ sagði Páll.

Lengra viðtal við Pál má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is