Líklegt að áfrýjun verði skoðuð vel

Jón Baldvin Hannibalsson | 8. nóvember 2021

Líklegt að áfrýjun verði skoðuð vel

Dröfn Kærnested, sækjandi í máli Carmenar Jóhannsdóttur gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur vera vonbrigði og kemur það henni á óvart að dómari hafi sýknað. 

Líklegt að áfrýjun verði skoðuð vel

Jón Baldvin Hannibalsson | 8. nóvember 2021

Dröfn Kærnested, sækjandi í máli Carmenar Jóhannsdóttur.
Dröfn Kærnested, sækjandi í máli Carmenar Jóhannsdóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Dröfn Kærnested, sækj­andi í máli Car­men­ar Jó­hanns­dótt­ur gegn Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni, seg­ir niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur vera von­brigði og kem­ur það henni á óvart að dóm­ari hafi sýknað. 

Dröfn Kærnested, sækj­andi í máli Car­men­ar Jó­hanns­dótt­ur gegn Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni, seg­ir niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur vera von­brigði og kem­ur það henni á óvart að dóm­ari hafi sýknað. 

Jón Bald­vin var í morg­un sýknaður af ákæru fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni þar sem hann var sakaður um að hafa strokið bak­hluta Car­men­ar óum­beðið í mat­ar­boði á heim­ili Jóns Bald­vins og eig­in­konu hans á Spáni í júní 2018.

Töldu sig vera með sterkt mál

Að sögn Drafnar stóð ákæru­valdið í þeirri trú um að það væri með sterkt mál í hönd­un­um og að sönn­un­arstaðan væri góð. Seg­ir hún þá óvana­legt að sýknað sé í kyn­ferðis­brota­mál­um þar sem sjón­ar­vott­ur er til staðar.

Spurð hvort hún telji lík­legt að rík­is­sak­sókn­ari muni áfrýja mál­inu, seg­ir hún erfitt að leggja mat á það. Hún tel­ur hins veg­ar lík­legt að það verði skoðað vel. „Þeir hafa tíma sam­kvæmt lög­um til að taka ákvörðun um áfrýj­un.

mbl.is