Ástandið á landamærunum „óviðunandi“

Á flótta | 10. nóvember 2021

Ástandið á landamærunum „óviðunandi“

Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands „óviðunandi“, en hundruð flóttamanna dvelja nú við landamærin og reyna að freista þess að komast til Póllands. AFP-fréttastofan greinir frá.

Ástandið á landamærunum „óviðunandi“

Á flótta | 10. nóvember 2021

Hundruð flóttamanna hafast nú við á landmærum Hvíta-Rússlands og Póllands.
Hundruð flóttamanna hafast nú við á landmærum Hvíta-Rússlands og Póllands. AFP

Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands „óviðunandi“, en hundruð flóttamanna dvelja nú við landamærin og reyna að freista þess að komast til Póllands. AFP-fréttastofan greinir frá.

Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands „óviðunandi“, en hundruð flóttamanna dvelja nú við landamærin og reyna að freista þess að komast til Póllands. AFP-fréttastofan greinir frá.

Mjög kalt er á svæðinu og fer hitastig undir frostmark á nóttunni. Bachelet segir flóttafólkið ekki eiga að þurfa að sofa aðra nótt undir berum himni. Talið er að jafnvel 3.000 til 4.000 flóttamenn til viðbótar séu á leið að landamærunum og talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar sagði blaðamönnum í gær að búist væri við því að staðan myndi versna á næstunni og að vopn kæmu þá við sögu. Um 50 flóttamenn hafa nú þegar verið handteknir.

„Það fyllir mig skelfingu að vita til þess að mikill fjöldi flóttafólks dvelji nú í örvæntingu sinni við hörmulegar aðstæður í ískulda á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands. Ég hvet ríkin til að grípa til tafarlausra aðgerða og leysa úr þessu óásættanlega ástandi,“ sagði Bachelet í yfirlýsingu sem hún sendi frá.

Marg­ir flótta­mann­anna sem reyna að kom­ast til Pól­lands eru á flótta und­an fá­tækt í ríkj­um Mið-Aust­ur­landa. Þeir segja Hvít-Rússa ekki leyfa þeim að kom­ast aft­ur til borg­ar­inn­ar Minsk og fljúga heim á meðan Pól­verj­ar leyfi þeim ekki að kom­ast yfir landa­mær­in og sækja um hæli.

Gagn­rýn­end­ur á Vest­ur­lönd­um hafa sakað Hvíta-Rúss­land um að nota flóttamenn sem pólitísk peð með því lokka fólk frá Mið-Aust­ur­lönd­um til Hvíta-Rúss­lands og senda þá yfir landa­mær­in til Evr­ópu­sam­bands­ins í hefnd­ar­skyni vegna refsiaðgerða.

Þá hefur Pól­land, sem er aðili bæði að ESB og NATO, verið harðlega gagn­rýnt fyr­ir af­stöðu sína í flótta­manna­mál­um und­an­far­in ár.

mbl.is