Öryggisveitir drápu mótmælanda í Súdan

Súdan | 13. nóvember 2021

Öryggisveitir drápu mótmælanda í Súdan

Öryggissveitir súdanskra yfirvalda réðu mótmælanda bana í dag í Omdurman-borg. Þar hafa farið fram gríðarleg mótmæli eftir að her landsins rændi völdum í landinu seint í síðasta mánuði.

Öryggisveitir drápu mótmælanda í Súdan

Súdan | 13. nóvember 2021

Mótmælendur í súdönsku borginni Omdurman.
Mótmælendur í súdönsku borginni Omdurman. AFP

Örygg­is­sveit­ir súd­anskra yf­ir­valda réðu mót­mæl­anda bana í dag í Omd­urm­an-borg. Þar hafa farið fram gríðarleg mót­mæli eft­ir að her lands­ins rændi völd­um í land­inu seint í síðasta mánuði.

Örygg­is­sveit­ir súd­anskra yf­ir­valda réðu mót­mæl­anda bana í dag í Omd­urm­an-borg. Þar hafa farið fram gríðarleg mót­mæli eft­ir að her lands­ins rændi völd­um í land­inu seint í síðasta mánuði.

Sam­tök sjálf­stæðra lækna í Súd­an staðfesta að mót­mæl­and­inn hafi beðið bana af skotsár­um sem ör­ygg­is­veit­ir veittu hon­um í dag og í til­kynn­ingu þar um seg­ir að fjöl­marg­ir aðrir hafi særst.

Sveit­irn­ar notuðu einnig tára­gas til þess að brjóta mót­mæla­öld­una á bak aft­ur.

Fyr­ir tveim­ur dög­um urðu áform her­stjórn­ar­inn­ar í land­inu ljós, sem ráðger­ir nú að setja sam­an ráð manna úr sín­um röðum til þess að fara með stjórn­ina í land­inu.

Það ku hafa verið það sem brann einna heit­ast á mót­mæl­end­um í Omd­urm­an í dag.

mbl.is