Aldrei hætta að reyna því saman erum við sterkari

Hulda Björk Svansdóttir | 19. nóvember 2021

Aldrei hætta að reyna því saman erum við sterkari

„Ég hef nú talað um það áður en ég þreytist seint á að tala um hvað það hafa verið mikil forréttindi að kynnast öllu því frábæra fólki sem ég hef kynnst verandi foreldri langveiks barns bæði hér á landi og erlendis. Það er svo frábært að sjá hvað margir eru að gera frábæra hluti til að reyna gera eitthvað fyrir samfélag þeirra sem lifa með sjaldgæfum sjúkdómum og leggja sitt af mörkum til að hjálpa fjölskyldum langveikra barna,“ segir Hulda Björk Svansdóttir móðir Ægis Þórs í sínum nýjasta pistli:

Aldrei hætta að reyna því saman erum við sterkari

Hulda Björk Svansdóttir | 19. nóvember 2021

Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með …
Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn.

„Ég hef nú talað um það áður en ég þreyt­ist seint á að tala um hvað það hafa verið mik­il for­rétt­indi að kynn­ast öllu því frá­bæra fólki sem ég hef kynnst ver­andi for­eldri lang­veiks barns bæði hér á landi og er­lend­is. Það er svo frá­bært að sjá hvað marg­ir eru að gera frá­bæra hluti til að reyna gera eitt­hvað fyr­ir sam­fé­lag þeirra sem lifa með sjald­gæf­um sjúk­dóm­um og leggja sitt af mörk­um til að hjálpa fjöl­skyld­um lang­veikra barna,“ seg­ir Hulda Björk Svans­dótt­ir móðir Ægis Þórs í sín­um nýj­asta pistli:

„Ég hef nú talað um það áður en ég þreyt­ist seint á að tala um hvað það hafa verið mik­il for­rétt­indi að kynn­ast öllu því frá­bæra fólki sem ég hef kynnst ver­andi for­eldri lang­veiks barns bæði hér á landi og er­lend­is. Það er svo frá­bært að sjá hvað marg­ir eru að gera frá­bæra hluti til að reyna gera eitt­hvað fyr­ir sam­fé­lag þeirra sem lifa með sjald­gæf­um sjúk­dóm­um og leggja sitt af mörk­um til að hjálpa fjöl­skyld­um lang­veikra barna,“ seg­ir Hulda Björk Svans­dótt­ir móðir Ægis Þórs í sín­um nýj­asta pistli:

Mig lang­ar að segja ykk­ur frá nokkr­um engl­um sem eru að bæta heim­inn með sín­um verk­um því ég dá­ist svo mikið að þessu fólki. Allt sem þetta fólk ger­ir er yf­ir­leitt gert í sjálf­boðavinnu sem er ótrú­legt því ég veit hversu mikið þetta fólk legg­ur á sig, allt til að hjálpa öðrum. Það er svo sann­ar­lega til eft­ir­breytni. Við þurf­um fleira svona fólk í heim­inn.

Ég get nefnt til dæm­is Mia magic sem Þór­unn Eva G. Páls­dótt­ir stofnaði sem fær­ir bæði lang­veik­um börn­um eða for­eldr­um þeirra fal­leg­ar gjafa­öskj­ur sem eru full­ar af fal­leg­um og nyt­sam­leg­um vör­um sem gleðja. Hún skrifaði líka frá­bæra bók um hana Míu sem fær lyfja­brunn og hjálp­ar börn­um sem þurfa að fara í gegn­um það ferli að fá lyfja­brunn. Mía hef­ur vaxið hratt og er að gera alls kon­ar skemmti­legt en Mía veit­ir til dæm­is verðlaun sem heiðra fólk sem kem­ur að þjón­ustu við lang­veik börn. Ynd­is­legt starf sem hún Þór­unn er að gera og frá­bært að sjá Míu vaxa og dafna við að gera beim­inn betri. Ég hvet ykk­ur til að kíkja á miamagig.is og kynna ykk­ur á allt það dá­sam­leg sem hún Þór­unn er að gera.

Svo er það hún Ásdís Arna Gott­skálks­dótt­ir en hún er með góðgerðarfé­lagið Bumbuloní sem hún stofnaði í minn­ingu son­ar síns Björg­vins Arn­ars. Bumbuloní sel­ur vör­ur til styrkt­ar fjöl­skyld­um lang­veikra barna og á hverju ári styður Bum­bolíni veg­lega við þess­ar fjöl­skyld­ur sem þurfa þess svo inni­lega með. Svo ótrú­lega fal­legt hjá henni Ásdísi finnst mér og ynd­is­leg leið til að heiðra minn­ingu son­ar síns. Endi­lega skoðið bumbuloni.is og kynnið ykk­ur þeirra frá­bæra starf.

Svo er það auðvitað góðgerðarfé­lagið Góðvild sem mér þykir afar vænt um. Þar eru ein­mitt þau Ásdís Arna Gott­skálks­dótt­ir og Sig­urður Hólm­ar Jó­hann­es­son í for­svari og eru að gera frá­bæra hluti. Þau hafa m.a. stutt okk­ur í okk­ar bar­áttu og hjálpað okk­ur að gera mynd­bönd um Duchenne og ferlið sem við erum í að koma Ægi í klín­ísk­ar til­raun­ir.

Þau eru einnig í sam­starfi við okk­ur með heim­ild­ar­mynd­ina okk­ar Ein­stakt ferðalag og eru í raun ástæða þessa að það verk­efni komst af stað og mun verða að veru­leika. Þau eru að gera svo marga dá­sam­lega hluti til að vekja vit­und um sjald­gæfa sjúk­dóma og berj­ast af krafti fyr­ir rétt­inda­mál­um lang­veikra barna.

Eitt það flott­asta sem þau eru að gera að mínu mati er viku­leg­ir þætt­ir sem þau eru að fram­leiða og kall­ast Spjallið en þætt­irn­ir birt­ast á Vísi. Það er al­veg ein­stakt á heimsvísu að fá viku­lega spjallþætti um sjald­gæfa sjúk­dóma sem birt­ast í fjöl­miðlum. Rætt er við for­eldra lang­veikra barna, fræðimenn og starfs­fólk í heil­brigðis­kerf­inu, ráðherra og fólk sem lif­ir með sjald­gæf­um sjúk­dóm­um. Þetta er svo mik­il­væg vinna sem þau eru að sinna og enn og aft­ur er það allt í sjálf­boðavinnu. Ef þú vilt ger­ast boðberi Góðvild­ar þá er það eina sem þú þarft að gera að deila efni frá þeim á sam­fé­lags­miðlum en þannig ert þú að leggja þitt á vog­ar­skál­arn­ar og hjálpa þeim að bæta lífs­gæði lang­veikra barna. 

Ég er ekki einu sinni far­in að nefna alla sem eru einnig að gera svona dá­sam­lega hluti er­lend­is til að gera heim­inn betri. Ég get sagt ykk­ur frá Tim sem er Duchenne faðir sem missti báða dreng­ina sína því miður en er samt á fullu að reyna að hjálpa Duchenne drengj­um og fjöl­skyld­um þeirra í Afr­íku í gegn­um góðgerðarfé­lagið sem hann stofnaði í minn­ingu sona sinna. Ég get nefnt Pat sem stofnaði PPMD sem eru ein stærstu Duchenne sam­tök Banda­ríkj­anna, hún missti einnig syni sína því miður en hef­ur bar­ist af krafti fyr­ir því að finna meðferðir og lækn­ingu fyr­ir aðra Duchenne drengi.

Í dag hafa sam­tök henn­ar safnað millj­ón­um doll­ara til rann­sókna á sjúk­dómn­um sem er al­veg magnað. Ég get líka sagt ykk­ur frá Sheryl og Jake syni henn­ar en Jake er með Duchenne. Sheryl og maður­inn henn­ar stofnuðu góðgerðarfé­lagið 4ja­ke´s sake sem styður við Duchenne fjöl­skyld­ur til að bæta líf þeirra sem er nátt­úru­lega dá­sam­legt.

Ég verð að lok­um að minn­ast á Kar­en sem er amma Duchenne drengs sem heit­ir Noah. Hún er ein af þeim ynd­is­leg­ustu sem ég þekki og stofnaði góðgerðarfé­lagið Noah´s feat fyr­ir barna­barnið sitt hann Noah.

Hún þráir ekk­ert meira en að geta gert sitt til að hjálpa við meðferðir og lækn­ingu fyr­ir Noah og þá sem lifa með Duchenne. Þrátt fyr­ir að vera með veikt hjarta og veik í baki þá synd­ir Kar­en marga kíló­metra í hverri viku til að vekja vit­und um Duchenne. Hún birt­ir svo færsl­ur á sam­fé­lags­miðlum þar sem hún skrif­ar fal­lega um þá drengi sem hún synd­ir fyr­ir. Hún synti ein­mitt fyr­ir Ægir fyr­ir nokkru síðan og mér þykir svo ótrú­lega vænt um hana. Ég gæti haldið áfram að telja upp því það er svo mikið af dá­sam­legu fólki þarna úti að gera frá­bæra hluti til að hjálpa öðrum en list­inn yrði lík­lega of lang­ur. Þið vitið hver þið eruð þarna úti, takk fyr­ir allt sem þið eruð að gera og aldrei hætta að reyna því sam­an erum við sterk­ari.

Allt þetta góða fólk er mér mik­il hvatn­ing til að gera bet­ur því ég trúi því að öll get­um við gert eitt­hvað. Hvort sem þú les­andi góður ger­ir eitt­hvað ein­falt eins og að deila því sem þessi góðgerðarfé­lög og ein­stak­ling­ar eru að birta á sam­fé­lags­miðlum og hjálpa þannig við að vekja at­hygli á mál­efn­inu eða hvað þá máttu vita að þín hjálp skipt­ir máli því margt smátt ger­ir eitt stórt. Sam­an erum við sterk.

Ást og kær­leik­ur til ykk­ar!

mbl.is