Bandaríska leikaranum Kevin Spacey hefur verið gert að greiða fyrirtækinu sem framleiddi þættina House of Cards 31 milljón Bandaríkjadala í bætur, sem jafngildir tæpum 4,1 milljarði íslenskra króna.
Bandaríska leikaranum Kevin Spacey hefur verið gert að greiða fyrirtækinu sem framleiddi þættina House of Cards 31 milljón Bandaríkjadala í bætur, sem jafngildir tæpum 4,1 milljarði íslenskra króna.
Bandaríska leikaranum Kevin Spacey hefur verið gert að greiða fyrirtækinu sem framleiddi þættina House of Cards 31 milljón Bandaríkjadala í bætur, sem jafngildir tæpum 4,1 milljarði íslenskra króna.
Dómstóll í Los Angeles í Bandaríkjunum komst að niðurstöðunni.
Spacey var ein helsta stjarna þáttanna þar til hann var rekinn eftir að upp komu ásakanir á hendur honum um kynferðisbrot.
Í kjölfar ásakana á hendur Spacey þurfti framleiðslufyrirtækið að skrifa Spacey út úr þáttunum og fresta þar af leiðandi upptökum um tíma. Auk þess þurfti að fækka þáttum í sjöttu þáttaröðinni úr þrettán í átta.
Var það niðurstaða dómsins að Spacey þyrfti að greiða fyrirtækinu áðurnefndar bætur vegna óþægindanna sem hann olli með brotum sínum.