Spacey gert að greiða bætur

Kynferðisbrot í Hollywood | 23. nóvember 2021

Spacey gert að greiða bætur

Bandaríska leikaranum Kevin Spacey hefur verið gert að greiða fyrirtækinu sem framleiddi þættina House of Cards 31 milljón Bandaríkjadala í bætur, sem jafngildir tæpum 4,1 milljarði íslenskra króna.

Spacey gert að greiða bætur

Kynferðisbrot í Hollywood | 23. nóvember 2021

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. AFP

Banda­ríska leik­ar­an­um Kevin Spacey hef­ur verið gert að greiða fyr­ir­tæk­inu sem fram­leiddi þætt­ina Hou­se of Cards 31 millj­ón Banda­ríkja­dala í bæt­ur, sem jafn­gild­ir tæp­um 4,1 millj­arði ís­lenskra króna.

Banda­ríska leik­ar­an­um Kevin Spacey hef­ur verið gert að greiða fyr­ir­tæk­inu sem fram­leiddi þætt­ina Hou­se of Cards 31 millj­ón Banda­ríkja­dala í bæt­ur, sem jafn­gild­ir tæp­um 4,1 millj­arði ís­lenskra króna.

Dóm­stóll í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um komst að niður­stöðunni.

Spacey var ein helsta stjarna þátt­anna þar til hann var rek­inn eft­ir að upp komu ásak­an­ir á hend­ur hon­um um kyn­ferðis­brot. 

Í kjöl­far ásak­ana á hend­ur Spacey þurfti fram­leiðslu­fyr­ir­tækið að skrifa Spacey út úr þátt­un­um og fresta þar af leiðandi upp­tök­um um tíma. Auk þess þurfti að fækka þátt­um í sjöttu þáttaröðinni úr þrett­án í átta.

Var það niðurstaða dóms­ins að Spacey þyrfti að greiða fyr­ir­tæk­inu áður­nefnd­ar bæt­ur vegna óþæg­ind­anna sem hann olli með brot­um sín­um.

mbl.is