Bjóða frægu fólki í heimsókn á Covid-deildir

Vladimír Pútín | 24. nóvember 2021

Bjóða frægu fólki í heimsókn á Covid-deildir

Rússneskir læknar birtu í dag opið bréf þar sem frægum einstaklingum og stjórnmálamönnum sem hafa talað gegn bólusetningum, var boðið að koma í heimsókn á Covid-deildir á sjúkrahúsum til að sjá með berum augum afleiðingar heimsfaraldursins.

Bjóða frægu fólki í heimsókn á Covid-deildir

Vladimír Pútín | 24. nóvember 2021

Undanfarnar vikur hafa um þúsund rússar dáið á dag vegna …
Undanfarnar vikur hafa um þúsund rússar dáið á dag vegna Covid-19. Enn er mikil mótstaða við bólusetningum í landinu. AFP

Rússneskir læknar birtu í dag opið bréf þar sem frægum einstaklingum og stjórnmálamönnum sem hafa talað gegn bólusetningum, var boðið að koma í heimsókn á Covid-deildir á sjúkrahúsum til að sjá með berum augum afleiðingar heimsfaraldursins.

Rússneskir læknar birtu í dag opið bréf þar sem frægum einstaklingum og stjórnmálamönnum sem hafa talað gegn bólusetningum, var boðið að koma í heimsókn á Covid-deildir á sjúkrahúsum til að sjá með berum augum afleiðingar heimsfaraldursins.

Enn má finna fyrir mikilli mótstöðu gegn bólusetningum meðal Rússa en einungis 37% þjóðarinnar hafa verið fullbólusett. Telja dauðsföllin um þúsund á dag síðustu vikur en rúmlega 9,4 milljón smita hafa greinst frá upphafi faraldursins.

Í bréfinu sem 11 læknar skrifuðu undir, var biðlað til einstaklinga sem hafa verið áberandi í sviðsljósinu, og talað gegn bólusetningum, að koma í heimsókn á Covid-deildir þar sem læknar myndu sýna þeim aðstæður sjúklinga. Var bréfið meðal annars stílað á söngvara, leikara, stjórnmálamenn og aðrar sjónvarpsstjörnur.

Vonandi snýst þeim hugur

„Við erum öll frekar upptekin, þið getið líklega getið hvers vegna. En í ljósi þess hve margir lesa og hlusta á ykkur, munum við finna tíma til að leiða ykkur í gegnum rauðu svæðin, gjörgæsludeildir og meinafræðideildir sjúkrahúsa okkar. [...] Mögulega eftir það mun ykkur snúast hugur og færri munu deyja,“ sagði í bréfi læknanna.

Sjónvarpsmaðurinn Oskar Kuchera er meðal þeirra sem fékk boðið en hann hefur verið tortryggin í garð bólusetninga og tjáði skoðanir sínar á Instagram fyrr í þessum mánuði, þar sem hann er með tæplega 300 þúsund fylgjendur.

Þá hefur leikarinn Yegor Beroyev, einnig hlotið boð en hann líkti nýlega hertum sóttvarnaaðgerðum fyrir óbólusetta íbúa Moskvu við framkomu Nasista við gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Rokkstjarnan Konstantin Kinchev tók einnig í sama streng og sagði í viðtali við slúðurblað að hann vildi ekki lifa í „stafrænum útrýmingarbúðum“.

Þá beindu læknarnir skilaboðum sínum einnig til stjórnmálamanna. Meðal þeirra var kommúníski leiðtoginn Gennady Zyuganov, en flokkur hans bar meðal annars ábyrgð á mótmælum gegn kórónuveirupössunum.

Forseti biðlar til almennings

Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur áður biðlað til þjóðarinnar að sýna meiri samstarfsvilja hvað varðar bólusetningar. Ríkisstjórn Rússlands tók því vel í bréf læknanna og taldi það jákvætt skref fram á við.

„Við vonum að yfirvald læknanna muni hjálpa til við að hreyfa við hugum þeirra sem eru þessarar skoðunar,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, við blaðamenn.

mbl.is