Bömmer að verða sextugur

George Clooney | 30. nóvember 2021

Bömmer að verða sextugur

Silfurrefurinn George Clooney er einn eftirsóttasti leikari í Hollywood en hann varð sextugur í fyrravor. Hann var ekkert alltof sáttur við að verða sextugur en segir í viðtali við The Sunday Times það skárra en að deyja. 

Bömmer að verða sextugur

George Clooney | 30. nóvember 2021

George Clooney er orðinn 61 árs.
George Clooney er orðinn 61 árs. AFP

Silf­ur­ref­ur­inn Geor­ge Cloo­ney er einn eft­ir­sótt­asti leik­ari í Hollywood en hann varð sex­tug­ur í fyrra­vor. Hann var ekk­ert alltof sátt­ur við að verða sex­tug­ur en seg­ir í viðtali við The Sunday Times það skárra en að deyja. 

Silf­ur­ref­ur­inn Geor­ge Cloo­ney er einn eft­ir­sótt­asti leik­ari í Hollywood en hann varð sex­tug­ur í fyrra­vor. Hann var ekk­ert alltof sátt­ur við að verða sex­tug­ur en seg­ir í viðtali við The Sunday Times það skárra en að deyja. 

„Að verða sex­tug­ur er böm­mer,“ sagði Cloo­ney þegar hann var spurður út í stóraf­mælið í fyrra. „En það er annað hvort það eða að deyja.“

Eig­in­kona Cloo­ney, mann­rétt­inda­lög­fræðing­ur­inn Amal Cloo­ney, skipu­lagði af­mæl­is­veislu fyr­ir hann. Gert hafði verið hlé á út­göngu­banni í Kali­forn­íu og gat frú Cloo­ney boðið vin­um í veislu sem snerti Cloo­ney óvenju­mikið. 

„Ég spila enn þá körfu­bolta með unga fólk­inu. Mér líður vel. En eft­ir 20 ár verð ég 80 ára og 80 er al­vöru tala,“ sagði Cloo­ney sem legg­ur áherslu á að njóta næstu 20 ára. 

Næsta verk­efni er róm­an­tísk gam­an­mynd þar sem hann leik­ur á móti engri ann­ari en leik­kon­unni Ju­lie Roberts. Hann hef­ur þó ákveðið að minnka aðeins vinn­una og ætl­ar að hætta að fram­leiða eins marg­ar mynd­ir og hann gerði. Hann seldi einnig tekíla­fyr­ir­tækið sitt fyr­ir nokkr­um árum. Allt þetta ger­ir hann til þess að nýta tím­ann með tví­burun­um sín­um. „Við eig­um ung börn,“ seg­ir leik­ar­inn sem lang­ar til þess að vera til staðar fyr­ir börn­in. 

Hjónin George og Amal Clooney eiga ung börn.
Hjón­in Geor­ge og Amal Cloo­ney eiga ung börn. AFP
mbl.is