Máli Jóns Baldvins áfrýjað

Jón Baldvin Hannibalsson | 1. desember 2021

Máli Jóns Baldvins áfrýjað

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja máli Carmenar Jóhannsdóttur gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra til Landsréttar.

Máli Jóns Baldvins áfrýjað

Jón Baldvin Hannibalsson | 1. desember 2021

Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni.
Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni. mbl.is/Árni Sæberg

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur ákveðið að áfrýja máli Car­men­ar Jó­hanns­dótt­ur gegn Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra til Lands­rétt­ar.

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur ákveðið að áfrýja máli Car­men­ar Jó­hanns­dótt­ur gegn Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra til Lands­rétt­ar.

Frá þessu er greint í Frétta­blaðinu.

Jón Bald­vin var sýknaður í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyrr í mánuðinum af ákæru þar sem hann var sakaður um að hafa brotið kyn­ferðis­lega á Car­men Jó­hanns­dótt­ur sum­arið 2018 þar sem hún var gest­kom­andi á heim­ili hans á Spáni ásamt fjöl­skyldu sinni. 

Óvana­legt að sýkna þegar sjón­ar­vott­ur er til staðar

Dröfn Kærnested, sækj­andi í máli Car­men­ar, hafði farið fram á að hon­um yrði gert að sæta fang­elsi í tvo til þrjá mánuði skil­orðsbundið. Þá fór skipaður rétt­ar­gæslumaður Car­men­ar fram á að hann yrði dæmd­ur til að greiða miska­bæt­ur upp á eina millj­ón króna, auk vaxta.

Héraðsdóm­ur féllst ekki á þær kröf­ur og var Jón Bald­vin sýknaður. 

Dröfn Kærnested sagði þá í sam­tali við mbl.is að lík­legt væri að áfrýj­un yrði skoðuð vel. Dóm­ur­inn væri mik­il von­brigði enda óvana­legt að sýknað væri í kyn­ferðis­brota­mál­um þegar sjón­ar­vott­ur er til staðar. Hefði ákæru­valdið staðið í þeirri trú að það væri með sterkt mál í hönd­un­um.

mbl.is