Leikkonan Evan Rachel Wood segir tónlistarmanninn Marilyn Manson hafa hótað að nauðga átta ára gömlum syni hennar, Jack. Þetta kemur fram í dómsskjölum um forræðisdeilu Wood og fyrrverandi eiginmanns hennar, Jamies Bells, sem Daily Mail hefur undir höndum.
Leikkonan Evan Rachel Wood segir tónlistarmanninn Marilyn Manson hafa hótað að nauðga átta ára gömlum syni hennar, Jack. Þetta kemur fram í dómsskjölum um forræðisdeilu Wood og fyrrverandi eiginmanns hennar, Jamies Bells, sem Daily Mail hefur undir höndum.
Leikkonan Evan Rachel Wood segir tónlistarmanninn Marilyn Manson hafa hótað að nauðga átta ára gömlum syni hennar, Jack. Þetta kemur fram í dómsskjölum um forræðisdeilu Wood og fyrrverandi eiginmanns hennar, Jamies Bells, sem Daily Mail hefur undir höndum.
Í gögnunum kemur fram að í kjölfar hótunarinnar frá Manson hafi Wood aukið öryggisgæslu á heimili sínu og meðal annars fjárfest í skotheldu gleri, stálhurð og girðingu. Þá ákvað hún einnig að flytja frá Los Angeles til Nashville. Bell býr í Los Angeles.
„Ég hef miklar áhyggjur af öryggi sonar okkar þegar hann er í Los Angeles,“ er haft eftir Wood í dómsskjölunum. Hún sagðist einnig vera mjög hrædd við hinn meinta ofbeldismann.
Wood hefur opinberlega sakað Manson um að hafa brotið á sér, kynferðislega, andlega og tilfinningalega, á meðan þau voru saman.
„Ég hef þurft að þola gríðarlega mikið andlegt og líkamlegt ofbeldi af hans hálfu, ég er hrædd um að hann vilji hefna sín á mér, syni mínum og fjölskyldu minni, fyrir að greina frá ofbeldinu opinberlega,“ sagði Wood.
Lögregla rannsakar nú fjölda ásakana í garð Mansons en Wood er ekki eina konan sem stigið hefur fram og sakað hann um ofbeldi. Wood hefur eftir öðrum þolanda Mansons að hann hafi látið taka myndir af börnum hennar og komist yfir kennitölur þeirra.
Í dómsskjölunum kemur fram að Bell hafi dregið frásögn Wood í efa. „Ég skil hreinlega ekki hvað er að gerast. Annaðhvort eru frásagnir Evan um morðhótanir sannar og Jack er ekki öruggur í hennar umsjá, eða þær eru ekki sannar og hún er að reyna að halda syni okkar frá mér af öðrum ástæðum,“ er haft eftir Bell.