Segir Maxwell hafa útvegað Epstein „nudd“

Jeffrey Epstein | 9. desember 2021

Segir Maxwell hafa útvegað Epstein „nudd“

Kona sem bar vitni í réttarhöldunum yfir Ghislaine Maxwell sagðist hafa verið aðeins 14 ára þegar Maxwell byrjaði að fá hana til að veita Jeffrey Epstein nudd, sem ávallt endaði með kynferðislegum athöfnum.

Segir Maxwell hafa útvegað Epstein „nudd“

Jeffrey Epstein | 9. desember 2021

Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein á ljósmynd sem hefur verið …
Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein á ljósmynd sem hefur verið notuð í réttarhöldunum. AFP

Kona sem bar vitni í rétt­ar­höld­un­um yfir Ghislaine Maxwell sagðist hafa verið aðeins 14 ára þegar Maxwell byrjaði að fá hana til að veita Jef­frey Ep­stein nudd, sem ávallt endaði með kyn­ferðis­leg­um at­höfn­um.

Kona sem bar vitni í rétt­ar­höld­un­um yfir Ghislaine Maxwell sagðist hafa verið aðeins 14 ára þegar Maxwell byrjaði að fá hana til að veita Jef­frey Ep­stein nudd, sem ávallt endaði með kyn­ferðis­leg­um at­höfn­um.

Kon­an, sem er kölluð Carolyn, sagðist venju­lega hafa fengið greidda 300 dali, eða tæp­ar 40 þúsund krón­ur, í hvert skipti sem hún var með Ep­stein, oft­ast frá Maxwell sjálfri.

Maxwell, sem er 59 ára, er sökuð um að hafa lokkað til sín stúlk­ur und­ir lögaldri sem fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar, auðjöf­ur­inn Ep­stein sem framdi sjálfs­víg í fang­elsi fyr­ir tveim­ur árum, nídd­ist síðan á.

Hún er ákærð í sex liðum, meðal ann­ars fyr­ir man­sal, og seg­ist sak­laus af þeim öll­um.

Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein.
Ghislaine Maxwell og Jef­frey Ep­stein. AFP

Carolyn sagðist í rétt­ar­saln­um hafa átt erfitt upp­drátt­ar í upp­vext­in­um. Móðir henn­ar hafi verið alki og eit­ur­lyfjafík­ill. Hún sagði afa sinn hafa beitt sig kyn­ferðis­legu of­beldi.

Ólíkt tveim­ur öðrum vitn­um sagðist hún ekki hafa verið kynnt fyr­ir Ep­stein af Maxwell held­ur ann­arri stúlku, Virg­iniu Roberts, sem hún þekkti í gegn­um þáver­andi kær­asta sinn.

Roberts, sem er einnig þekkt sem Virg­inia Giuf­fre, hef­ur áður greint frá kyn­ferðis­legri mis­notk­un af hálfu Ep­stein. Ekki er bú­ist við því að hún beri vitni í rétt­ar­höld­un­um.

mbl.is