Segir stórstjörnu hafa káfað á sér

Kynferðisbrot í Hollywood | 14. desember 2021

Segir stórstjörnu hafa káfað á sér

Enska leikkonan Naomie Harris segir stórstjörnu í leiklistarheiminum hafa káfað á henni þegar hún var í áheyrnarprufu. Harris greindi frá atvikinu í viðtali við tímaritið You sem gefið er út af Mail on Sunday. 

Segir stórstjörnu hafa káfað á sér

Kynferðisbrot í Hollywood | 14. desember 2021

Naomie Harris.
Naomie Harris. AFP

Enska leik­kon­an Na­omie Harris seg­ir stór­stjörnu í leik­list­ar­heim­in­um hafa káfað á henni þegar hún var í áheyrn­ar­prufu. Harris greindi frá at­vik­inu í viðtali við tíma­ritið You sem gefið er út af Mail on Sunday. 

Enska leik­kon­an Na­omie Harris seg­ir stór­stjörnu í leik­list­ar­heim­in­um hafa káfað á henni þegar hún var í áheyrn­ar­prufu. Harris greindi frá at­vik­inu í viðtali við tíma­ritið You sem gefið er út af Mail on Sunday. 

Harris nafn­greindi ekki stjörn­una en sagði hann hafa rennt hend­inni upp um pils henn­ar á meðan hún var að lesa fyr­ir hlut­verk. 

„Það sem kom mest á óvart var að sá sem sá um að velja í hlut­verk var þarna, og leik­stjór­inn, og auðvitað sagði eng­inn neitt, því hann var, hann er svo stór stjarna,“ sagði leik­kon­an. Harris er hvað þekkt­ust fyr­ir að fara með hlut­verk í þrem­ur James Bond-kvik­mynd­um auk Pira­tes of the Carribb­e­an. 

„Þetta er mitt eina #MeT­oo-at­vik, þannig að ég upp­lifði mig mjög heppna, miðað við hversu al­menn sú hegðun var,“ sagði Harris. 

Hún seg­ir tím­ana hafa breyst mjög mikið á und­an­förn­um árum og rifjaði upp at­vik sem gerðist fyr­ir ekki svo löngu. „Ég var að taka þátt í verk­efni þegar upp kom #MeT­oo-at­vik og það hikaði eng­inn, ger­and­inn var fjar­lægður,“ sagði Harris og nafn­greindi ekki ger­and­ann. 

mbl.is