Segir stórstjörnu hafa káfað á sér

Kynferðisbrot í Hollywood | 14. desember 2021

Segir stórstjörnu hafa káfað á sér

Enska leikkonan Naomie Harris segir stórstjörnu í leiklistarheiminum hafa káfað á henni þegar hún var í áheyrnarprufu. Harris greindi frá atvikinu í viðtali við tímaritið You sem gefið er út af Mail on Sunday. 

Segir stórstjörnu hafa káfað á sér

Kynferðisbrot í Hollywood | 14. desember 2021

Naomie Harris.
Naomie Harris. AFP

Enska leikkonan Naomie Harris segir stórstjörnu í leiklistarheiminum hafa káfað á henni þegar hún var í áheyrnarprufu. Harris greindi frá atvikinu í viðtali við tímaritið You sem gefið er út af Mail on Sunday. 

Enska leikkonan Naomie Harris segir stórstjörnu í leiklistarheiminum hafa káfað á henni þegar hún var í áheyrnarprufu. Harris greindi frá atvikinu í viðtali við tímaritið You sem gefið er út af Mail on Sunday. 

Harris nafngreindi ekki stjörnuna en sagði hann hafa rennt hendinni upp um pils hennar á meðan hún var að lesa fyrir hlutverk. 

„Það sem kom mest á óvart var að sá sem sá um að velja í hlutverk var þarna, og leikstjórinn, og auðvitað sagði enginn neitt, því hann var, hann er svo stór stjarna,“ sagði leikkonan. Harris er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í þremur James Bond-kvikmyndum auk Pirates of the Carribbean. 

„Þetta er mitt eina #MeToo-atvik, þannig að ég upplifði mig mjög heppna, miðað við hversu almenn sú hegðun var,“ sagði Harris. 

Hún segir tímana hafa breyst mjög mikið á undanförnum árum og rifjaði upp atvik sem gerðist fyrir ekki svo löngu. „Ég var að taka þátt í verkefni þegar upp kom #MeToo-atvik og það hikaði enginn, gerandinn var fjarlægður,“ sagði Harris og nafngreindi ekki gerandann. 

mbl.is