Chris Noth sakaður um kynferðisbrot

Kynferðisbrot í Hollywood | 16. desember 2021

Chris Noth sakaður um kynferðisbrot

Tvær konur hafa stigið fram og sakað leikarann Chris Noth um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Noth er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk Mr. Big í þáttunum Sex and the City og framhaldsþáttunum ...And Just Like That sem frumsýndir voru á dögunum. 

Chris Noth sakaður um kynferðisbrot

Kynferðisbrot í Hollywood | 16. desember 2021

Chris Noth hefur neitað ásökunum kvennanna tveggja.
Chris Noth hefur neitað ásökunum kvennanna tveggja. AFP

Tvær kon­ur hafa stigið fram og sakað leik­ar­ann Chris Noth um að hafa brotið á þeim kyn­ferðis­lega. Noth er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir að fara með hlut­verk Mr. Big í þátt­un­um Sex and the City og fram­haldsþátt­un­um ...And Just Like That sem frum­sýnd­ir voru á dög­un­um. 

Tvær kon­ur hafa stigið fram og sakað leik­ar­ann Chris Noth um að hafa brotið á þeim kyn­ferðis­lega. Noth er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir að fara með hlut­verk Mr. Big í þátt­un­um Sex and the City og fram­haldsþátt­un­um ...And Just Like That sem frum­sýnd­ir voru á dög­un­um. 

Útgáfa fram­haldsþátt­anna olli því að kon­urn­ar ákváðu, hvor í sínu lagi, að stíga fram og greina frá meint­um kyn­ferðis­brot­um. The Hollywood Report­er grein­ir frá þessu.

Að sögn THR höfðu báðar kon­urn­ar, sem stigu fram und­ir dul­nöfn­um, sam­band við fjöl­miðil­inn og vildu fá að segja sögu sína. Kon­urn­ar tvær þekkj­ast ekki að því er fram kem­ur í frétt­inni. Báðar segja þær Noth hafa mis­notað þær kyn­ferðis­lega fyr­ir meira en ára­tug síðan.

Noth hef­ur neitað ásök­un­un­um í skrif­legu svari til THR. „Þess­ar ásak­an­ir gegn mér eru frá ein­stak­ling­um sem ég hitti fyr­ir mörg­um árum, jafn­vel ára­tug­um síðan, og þær eru al­gjör­lega ósann­ar. Þess­ar sög­ur gætu verið frá 30 árum eða 30 dög­um síðan, nei þýðir alltaf nei, það er lína sem ég fer ekki yfir. Það var samþykki til staðar,“ sagði Noth.

„Það er erfitt að velta ekki fyr­ir sér tíma­setn­ing­unni. Ég veit ekki fyr­ir vissu af hverju þær eru að koma fram núna, en eitt veit ég, ég braut ekki á þess­um kon­um,“

mbl.is