Jólagjafirnar sem nýtast best í Konukoti

Heimilislaust fólk í Reykjavík | 20. desember 2021

Jólagjafirnar sem nýtast best í Konukoti

Bæði fyrirtæki og einstaklingar gefa reglulega gjafir til Konukots, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, bæði til starfseminnar og til kvenna sem þangað leita, þá sérstaklega um jólin.

Jólagjafirnar sem nýtast best í Konukoti

Heimilislaust fólk í Reykjavík | 20. desember 2021

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Bæði fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar gefa reglu­lega gjaf­ir til Konu­kots, sem er neyðar­skýli fyr­ir heim­il­is­laus­ar kon­ur, bæði til starf­sem­inn­ar og til kvenna sem þangað leita, þá sér­stak­lega um jól­in.

    Bæði fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar gefa reglu­lega gjaf­ir til Konu­kots, sem er neyðar­skýli fyr­ir heim­il­is­laus­ar kon­ur, bæði til starf­sem­inn­ar og til kvenna sem þangað leita, þá sér­stak­lega um jól­in.

    Þó að all­ar gjaf­ir séu gefn­ar með góðum hug er gott að muna að kon­urn­ar sem þiggja þjón­ustu í Konu­koti eru heim­il­is­laus­ar og nýt­ast gjaf­irn­ar því mis­vel. 

    Hall­dóra Guðmunds­dótt­ir, for­stöðukona Konu­kots, er gest­ur Karítas­ar Rík­h­arðsdótt­ur í Dag­mál­um. Þar út­skýr­ir hún meðal ann­ars hvaða gjaf­ir nýt­ast sín­um skjól­stæðing­um best, hvað myndi síður nýt­ast og hvað vant­ar oft­ast. 

    Hall­dóra seg­ir að þó að for­svars­kon­ur Konu­kots séu alltaf þakk­lát­ar fyr­ir að fólk hafi starf­sem­ina í huga nýt­ist hús­búnaður ekki heim­il­is­laus­um kon­um. Hafi fólk hug á því að gefa gjaf­ir í Konu­kot sé ávallt þörf á hlýj­um fatnaði en einnig létt­um úti­fatnaði eins og fingra­vett­ling­um. Þá vanti oft nær­föt og sokka, snyrti­vör­ur séu vin­sæl­ar gjaf­ir og kó­sý­föt eins og legg­ings og jogg­inggall­ar komi sér mjög vel. Oft sé þá vönt­un á skóm í stærri kant­in­um svo hægt sé að vera í ull­ar­sokk­um við skóna.

    Viðtalið við Hall­dóru má sjá í heild sinni hér.

    mbl.is