Leikarinn Chris Noth, sem flestir þekkja sem „Mr. Big“ úr þáttunum og bíómyndunum Sex and the City, mun ekki lengur vera hluti af CBS þáttarröðinni „The Equlizer“ vegna ásakana á hendur hans um kynferðislegt ofbeldi.
Leikarinn Chris Noth, sem flestir þekkja sem „Mr. Big“ úr þáttunum og bíómyndunum Sex and the City, mun ekki lengur vera hluti af CBS þáttarröðinni „The Equlizer“ vegna ásakana á hendur hans um kynferðislegt ofbeldi.
Leikarinn Chris Noth, sem flestir þekkja sem „Mr. Big“ úr þáttunum og bíómyndunum Sex and the City, mun ekki lengur vera hluti af CBS þáttarröðinni „The Equlizer“ vegna ásakana á hendur hans um kynferðislegt ofbeldi.
„Chris Noth mun ekki lengur vera hluti af The Equalizer og tekur það strax gildi,“ tilkynnti CBS og Universal Television, framleiðslufyrirtæki þáttarins, í stuttri yfirlýsingu í gær.
Tvær konur greindu frá því í samtali við The Hollywood Reporter að Noth hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi. Noth hefur þó alfarið neitað ásökunum.
„Ásakanir á hendur mér frá einstaklingum sem ég hitti fyrir mörgum árum, jafnvel árautugum, eru alrangar. Þessar sögur gætu verið 30 ára eða 30 daga gamlar. Nei þýðir alltaf nei. Það er lína sem ég fór ekki yfir. Samræði sem ég átti með þessum konum var með samþykki. Það er erfitt að efast ekki um tímasetningu birtingu þessara frásagna. Ég veit ekki með vissu hvers vegna þær eru að koma upp á yfirborðið núna en ég veit þetta: Ég beitti þessar konur ekki ofbeldi,“ segir Noth í yfirlýsingu til CNN.
Í „The Equalizer“ leikur hinn 67 ára gamli Noth fyrrverandi forstjóra CIA, William Bishop. Hann mun sjást í einum væntanlegum þætti af seríunni sem þegar hefur verið tekinn upp og í mögulegum endursýningum þeirra þátta sem hafa nú þegar verið sýndir.
Seint í síðustu viku ákvað umboðsskrifstofan A3 Artists Agency að hætta að vinna fyrir Noth. Frá þessu greindi talsmaður skrifstofunnar í samtali við CNN á laugardaginn sl.
Þá hefur auglýsing sem Noth lék í fyrir Peloton verið tekin niður, að því er CNN greinir frá.
Í fyrsta þætti HBO Max þáttaseríunnar „And Just Like That...“, sem eru einskonar framhaldsþættir af Sex and the City, lést persónan sem Noth leikur úr hjartaáfalli.
Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis, fyrrverandi mótleikkonur Noth úr Sex and the City, hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter, þar sem þær segjast miður sín yfir ásökununum á hendur Noth.
„Við styðjum þær konur sem komið hafa fram og deilt sársaukafullum raunum sínum. Við vitum að það hefur örugglega ekki verið auðvelt og hrósum þeim fyrir það.“