Chris Noth rekinn úr þáttarröð CBS

Kynferðisbrot í Hollywood | 21. desember 2021

Chris Noth rekinn úr þáttarröð CBS

Leikarinn Chris Noth, sem flestir þekkja sem „Mr. Big“ úr þáttunum og bíómyndunum Sex and the City, mun ekki lengur vera hluti af CBS þáttarröðinni „The Equlizer“ vegna ásakana á hendur hans um kynferðislegt ofbeldi.

Chris Noth rekinn úr þáttarröð CBS

Kynferðisbrot í Hollywood | 21. desember 2021

Chris Noth mun ekki lengur vera hluti af þáttarröð CBS …
Chris Noth mun ekki lengur vera hluti af þáttarröð CBS „The Equlizer“. AFP

Leik­ar­inn Chris Noth, sem flest­ir þekkja sem „Mr. Big“ úr þátt­un­um og bíó­mynd­un­um Sex and the City, mun ekki leng­ur vera hluti af CBS þátt­ar­röðinni „The Equlizer“ vegna ásak­ana á hend­ur hans um kyn­ferðis­legt of­beldi.

Leik­ar­inn Chris Noth, sem flest­ir þekkja sem „Mr. Big“ úr þátt­un­um og bíó­mynd­un­um Sex and the City, mun ekki leng­ur vera hluti af CBS þátt­ar­röðinni „The Equlizer“ vegna ásak­ana á hend­ur hans um kyn­ferðis­legt of­beldi.

„Chris Noth mun ekki leng­ur vera hluti af The Equalizer og tek­ur það strax gildi,“ til­kynnti CBS og Uni­versal Televisi­on, fram­leiðslu­fyr­ir­tæki þátt­ar­ins, í stuttri yf­ir­lýs­ingu í gær.

Tvær kon­ur greindu frá því í sam­tali við The Hollywood Report­er að Noth hafi beitt þær kyn­ferðis­legu of­beldi. Noth hef­ur þó al­farið neitað ásök­un­um.

„Ásak­an­ir á hend­ur mér frá ein­stak­ling­um sem ég hitti fyr­ir mörg­um árum, jafn­vel árautug­um, eru alrang­ar. Þess­ar sög­ur gætu verið 30 ára eða 30 daga gaml­ar. Nei þýðir alltaf nei. Það er lína sem ég fór ekki yfir. Sam­ræði sem ég átti með þess­um kon­um var með samþykki. Það er erfitt að ef­ast ekki um tíma­setn­ingu birt­ingu þess­ara frá­sagna. Ég veit ekki með vissu hvers vegna þær eru að koma upp á yf­ir­borðið núna en ég veit þetta: Ég beitti þess­ar kon­ur ekki of­beldi,“ seg­ir Noth í yf­ir­lýs­ingu til CNN.

Í „The Equalizer“ leik­ur hinn 67 ára gamli Noth fyrr­ver­andi for­stjóra CIA, William Bis­hop. Hann mun sjást í ein­um vænt­an­leg­um þætti af serí­unni sem þegar hef­ur verið tek­inn upp og í mögu­leg­um end­ur­sýn­ing­um þeirra þátta sem hafa nú þegar verið sýnd­ir.

Seint í síðustu viku ákvað umboðsskrif­stof­an A3 Art­ists Agency að hætta að vinna fyr­ir Noth. Frá þessu greindi talsmaður skrif­stof­unn­ar í sam­tali við CNN á laug­ar­dag­inn sl.

Þá hef­ur aug­lýs­ing sem Noth lék í fyr­ir Pelot­on verið tek­in niður, að því er CNN grein­ir frá.

Í fyrsta þætti HBO Max þáttaserí­unn­ar „And Just Like That...“, sem eru einskon­ar fram­haldsþætt­ir af Sex and the City, lést per­són­an sem Noth leik­ur úr hjarta­áfalli.

Cynt­hia Nixon, Sarah Jessica Par­ker og Krist­in Dav­is, fyrr­ver­andi mót­leik­kon­ur Noth úr Sex and the City, hafa gefið út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter, þar sem þær segj­ast miður sín yfir ásök­un­un­um á hend­ur Noth.

„Við styðjum þær kon­ur sem komið hafa fram og deilt sárs­auka­full­um raun­um sín­um. Við vit­um að það hef­ur ör­ugg­lega ekki verið auðvelt og hrós­um þeim fyr­ir það.“

mbl.is