Jómfrúin í aldarfjórðung

Innlend veitingahús | 23. desember 2021

Jómfrúin í aldarfjórðung

Veitingastaðir koma og fara en Jómfrúin hefur verið á sínum stað í Lækjargötu í Reykjavík í aldarfjórðung. Af því tilefni sendi Jakob Einar Jakobsson, eigandi og framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins, nýverið frá sér bókina Jómfrúin Dönsk og dejlig í 25 ár, sem Salka gefur út. „Við verðum áfram á tánum, vöndum okkur og ætlum að halda kúrsinum stöðugum í mörg ár til viðbótar.“

Jómfrúin í aldarfjórðung

Innlend veitingahús | 23. desember 2021

Benjamín Bent Árnason, Jakob Einar Jakobsson og Brynjólfur Óli Árnason. …
Benjamín Bent Árnason, Jakob Einar Jakobsson og Brynjólfur Óli Árnason. Tindátinn Jóakim til vinstri. Kristinn Magnússon

Veit­ingastaðir koma og fara en Jóm­frú­in hef­ur verið á sín­um stað í Lækj­ar­götu í Reykja­vík í ald­ar­fjórðung. Af því til­efni sendi Jakob Ein­ar Jak­obs­son, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins, ný­verið frá sér bók­ina Jóm­frú­in Dönsk og dejlig í 25 ár, sem Salka gef­ur út. „Við verðum áfram á tán­um, vönd­um okk­ur og ætl­um að halda kúrs­in­um stöðugum í mörg ár til viðbót­ar.“

Veit­ingastaðir koma og fara en Jóm­frú­in hef­ur verið á sín­um stað í Lækj­ar­götu í Reykja­vík í ald­ar­fjórðung. Af því til­efni sendi Jakob Ein­ar Jak­obs­son, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins, ný­verið frá sér bók­ina Jóm­frú­in Dönsk og dejlig í 25 ár, sem Salka gef­ur út. „Við verðum áfram á tán­um, vönd­um okk­ur og ætl­um að halda kúrs­in­um stöðugum í mörg ár til viðbót­ar.“

Jakob Jak­obs­son eldri og Guðmund­ur Guðjóns­son hófu rekst­ur Jóm­frú­ar­inn­ar 1996. Þar hef­ur síðan verið boðið upp á smur­brauð, öl og snafs að danskri fyr­ir­mynd auk þess sem torgið á bak við staðinn hef­ur nýst vel fyr­ir úti­veit­ing­ar sem og djass­tón­leikaröð á laug­ar­dög­um á sumr­in.

Í for­mála bók­ar­inn­ar seg­ir Jakob að hún sé ástaróður til henn­ar sjálfr­ar og fólks­ins sem geri hana að því sem hún sé á hverj­um degi. Gerð er grein fyr­ir upp­run­an­um og upp­hafs­mönn­un­um, en at­hygli vakti á sín­um tíma að Jakob eldri var fyrsti karl­maður heims til að bera fag­heitið smur­brauðsjó­mfrú. Hann lærði hjá Idu Dav­idsen, smur­brauðsjó­mfrú í Kaup­manna­höfn, og er sér kafli um hana. Fjallað er um eig­enda­skipt­in en Jakob yngri og Birg­ir Bielt­vedt keyptu staðinn 2015 og Jakob eignaðist Jóm­frúna að fullu í fyrra. Bræður hans, Brynj­ólf­ur Óli veit­inga­stjóri og Benja­mín Bent Árna­syn­ir, vinna með hon­um auk annarra starfs­manna og er mik­il­vægi þeirra tí­undað. Gerð er grein fyr­ir úr­vali í mat og drykk, upp­skrift­ir af mat­seðlin­um fylgja og sum­ar­djass­inn fær sitt rými. „Hjá mjög mörg­um er Jóm­frú­in svo mikið meira en veit­ingastaður,“ seg­ir Jakob. „Hún er fast­ur sess í til­veru margra og mörg­um þykir vænt um staðinn eins og lesa má í kafl­an­um Jóm­frú­in mín.“

Mik­il­væg­ur staður

Jakob seg­ir að stöðug­leiki í rekstri, viss íhald­semi og traust­ar dansk­ar mat­ar­hefðir hafi skipt miklu máli í vin­sæld­un­um, en Íslend­ing­ar séu að miklu leyti samofn­ir danskri menn­ingu. „Í mér er mjög sterk skandi­nav­ísk taug eft­ir að hafa búið í Nor­egi í sjö ár og sama er að segja af pabba og bræðrum mín­um.“

Und­an­far­in nær tvö ár hafa væg­ast sagt verið mjög óvenju­leg vegna heims­far­ald­urs­ins. Jakob legg­ur áherslu á að fjöl­skyld­an hafi byggt upp staðinn af eig­in ramm­leik og dugnaði en fjölda­tak­mark­an­ir hafi haft slæm áhrif á rekst­ur­inn. „25 ár í reyk­vísk­um veit­inga­húsa­ár­um er heil ei­lífð, en á Jóm­frúnni stönd­um við vörð um hefðir sem vert er að varðveita. Mér finnst það ótrú­lega gæja­legt og sú stefna hef­ur skilað okk­ur á þenn­an stað sem við erum á í dag.“

Um 11.000 manns hafa bókað borð á aðvent­unni en á sama tíma í fyrra þurfti að vísa flest­um gest­um frá vegna fjölda­tak­mark­ana. „Fólk tók því ekki sér­stak­lega vel og það sýn­ir hvað stund­in hér á þess­um tíma er dýr­mæt fyr­ir marga,“ seg­ir Jakob. Hann bæt­ir við að harðari fjölda­tak­mark­an­ir nú hefðu getað riðið staðnum að fullu. „Við erum fegn­ir að geta tekið á móti hátt í 100 manns í tveim­ur hólf­um. Það skipt­ir Jóm­frúna miklu máli og ekki síður gest­ina, fólk vill gera vel við sig og njóta lífs­ins hvort sem rík­ir heims­far­ald­ur eður ei.“

mbl.is