Leikarinn James Franco hefur viðurkennt að hafa sofið hjá nemendum í leiklistarskóla sínum, tæpum fjórum árum eftir að konurnar stigu fram og sökuðu hann um kynferðislegt misferli.
Leikarinn James Franco hefur viðurkennt að hafa sofið hjá nemendum í leiklistarskóla sínum, tæpum fjórum árum eftir að konurnar stigu fram og sökuðu hann um kynferðislegt misferli.
Leikarinn James Franco hefur viðurkennt að hafa sofið hjá nemendum í leiklistarskóla sínum, tæpum fjórum árum eftir að konurnar stigu fram og sökuðu hann um kynferðislegt misferli.
Franco samþykkti að greiða nemendunum 2,2 milljónir bandaríkjadala í júlí síðastliðinn eftir að þær höfðuðu mál gegn honum fyrir kynferðislegt misferli í skólanum.
Franco sjálfur greindi frá þessu í hlaðvarpinu THe Jess Cagle Podcast. Þar sagðist hann hafa sofið hjá konunum á meðan þær voru nemendur hans. Hann sagðist ekki hafa stofnað skólann til að tæla ungar konur til sín í kynferðislegum tilgangi.
Leikarinn segist ekki hafa tjáð sig opinberlega í svo langan tíma vegna þess að það væri fólk sem væri ósátt við hann og að hann þyrfti að hlusta á það.
Sarah Tither-Kaplan og Toni Gaal, fyrrverandi nemendur í Studio 4 leiklistarskóla Francos, höfðuðu hópmálsókn gegn Franco í Los Angeles árið 2019. Þá höfðu þær talað við nokkra fyrrverandi kvenkyns nemendur við skólann sem höfðu svipaða sögu að segja. Studio 4 lokaði 2017.
Sögðu nemendurnir að þeir væru fórnarlömb fjársvika, þar sem þær greiddu skólagjöld til þess að vera kyngerðar og ógnað í skólanum.
Franco neitaði ásökununum í upphafi en hefur nú greitt þeim Tither-Kaplan og Gaal auk fleiri nemenda.
Í hlaðvarpinu, sem fór í loftið í gær, sagði Franco að hann hafi verið í bata frá kynlífsfíkn síðan 2016 og hafi unnið mikið í sjálfum sér og að breyta því hvernig maður hann var.
Þetta er í fyrsta skipti sem hann tjáir sig opinberlega um málið. Hann sagðist halda að ef hann fengi einhverskonar samþykki frá konunum væri í lagi að sofa hjá þeim. Spurður hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að hann væri í valdastöðu gegn nemendum sínum sem kennari þeirra sagði hann: „Á þessum tíma, þá hugsaði ég ekki skýrt.“