Öskureið og miður sín

Kynferðisbrot í Hollywood | 30. desember 2021

Öskureið og miður sín

Leikkonan Sarah Jessica Parker er sögð vera bæði fjúkandi reið og miður sín vegna þeirra ásakana sem komið hafa fram á hendur leikaranum Chris Noth. Fjórar konur hafa stigið fram og annaðhvort greint frá kynferðislegri misnotkun eða óviðeigandi hegðun hans. 

Öskureið og miður sín

Kynferðisbrot í Hollywood | 30. desember 2021

Sarah Jessica Parker er sögð öskureið og miður sín yfir …
Sarah Jessica Parker er sögð öskureið og miður sín yfir ásökununum gegn Chris Noth. Dimitrios Kambouris

Leikkonan Sarah Jessica Parker er sögð vera bæði fjúkandi reið og miður sín vegna þeirra ásakana sem komið hafa fram á hendur leikaranum Chris Noth. Fjórar konur hafa stigið fram og annaðhvort greint frá kynferðislegri misnotkun eða óviðeigandi hegðun hans. 

Leikkonan Sarah Jessica Parker er sögð vera bæði fjúkandi reið og miður sín vegna þeirra ásakana sem komið hafa fram á hendur leikaranum Chris Noth. Fjórar konur hafa stigið fram og annaðhvort greint frá kynferðislegri misnotkun eða óviðeigandi hegðun hans. 

„Hún finnur fyrir sterkri varnartilfinningu gagnvart Carrie Bradshaw og er öskureið yfir að hún og allir aðrir hafi verið settir í þessa stöðu. Þetta snýst ekki um peninginn, heldur orðsporið. Carrie hjálpaði konum, og núna, á hennar vakt, segja konur að þær hafi verið særðar,“ sagði heimildamaður Us Weekly um málið.

Parker fer með hlutverk Carrie Bradshaw í þáttunum Sex and the City en nýverið komu út framhaldsþættirnir And Just Like That. Má segja að ásakanir gegn Noth hafi varpað skugga á útkomu þáttanna en hann fer með hlutverk elskhuga Bradshaw, Mr. Big. 

Vikuna eftir að fyrstu tveir þættirnir komu út greindi The Hollywood Reporter frá því að tvær konur hefðu sett sig í samband við fjölmiðlinn og lýst grófu kynferðisofbeldi af hálfu leikararns. Tvær aðrar konur hafa stigið fram síðan.

„Hún tekur það mjög alvarlega að leika Carrie Bradshaw. Því fylgja mikil völd, og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð, og þótt SJP viti að þetta snúist um hann, ekki hana, þá líður henni eins og hún hafi brugðist öllum,“ sagði heimildamaðurinn.

Parker og Cynthia Nixon og Kristin Davis, sem einnig leika í Sex and the City, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu stuttu eftir að konurnar stigu fram. Þar sögðust þær standa með konunum.

mbl.is