Töluðu saman í 50 mínútur

Vladimír Pútín | 30. desember 2021

Töluðu saman í 50 mínútur

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti töluðu saman í 50 mínútur í síma í dag en ólga ríkir á milli ríkjanna vegna rússneska hermanna sem hafa verið við æfingar í grennd við Úkraínu.

Töluðu saman í 50 mínútur

Vladimír Pútín | 30. desember 2021

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti töluðu saman í 50 mínútur í síma í dag en ólga ríkir á milli ríkjanna vegna rússneska hermanna sem hafa verið við æfingar í grennd við Úkraínu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti töluðu saman í 50 mínútur í síma í dag en ólga ríkir á milli ríkjanna vegna rússneska hermanna sem hafa verið við æfingar í grennd við Úkraínu.

Á vef The Guardian er greint frá því að samræðurnar fóru fram að beiðni Pútín en þetta er í annað skipti í þessum mánuði sem leiðtogarnir tala saman.

Biden hefur sagst vonast eftir diplómatískri lausn á deilunni við landamæri Úkraínu. Þá hefur hann einnig varað við alvarlegum afleiðingum ef Rússlandi ræðst inn í Úkraínu.

Vest­ur­lönd hafa sakað Rúss­land um að hafa safnað sam­an allt að hundrað þúsund her­mönn­um við landa­mæri Úkraínu síðustu tvo mánuði. 

Yfirvöld í Moskvu hafa kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið muni ekki sækjast í austurátt eftir aðildarríkjum og að tiltekin vopn verði ekki send til Úkraínu eða annarra nágrannaríkja. 

mbl.is