Fara fram á sannanir um að prinsinn svitni ekki

Jeffrey Epstein | 31. desember 2021

Fara fram á sannanir um að prinsinn svitni ekki

Lögmenn bandarískrar konu sem hefur sakað Andrés prins um kynferðislegt ofbeldi leita nú sannanna þess að prinsinn geti ekki svitnað, líkt og hann hefur sjálfur haldið fram.

Fara fram á sannanir um að prinsinn svitni ekki

Jeffrey Epstein | 31. desember 2021

Andrew prins, hertogi af Jórvík, er sakaður um alvarleg kynferðisbrot.
Andrew prins, hertogi af Jórvík, er sakaður um alvarleg kynferðisbrot. AFP

Lög­menn banda­rískr­ar konu sem hef­ur sakað Andrés prins um kyn­ferðis­legt of­beldi leita nú sann­anna þess að prins­inn geti ekki svitnað, líkt og hann hef­ur sjálf­ur haldið fram.

Lög­menn banda­rískr­ar konu sem hef­ur sakað Andrés prins um kyn­ferðis­legt of­beldi leita nú sann­anna þess að prins­inn geti ekki svitnað, líkt og hann hef­ur sjálf­ur haldið fram.

BBC grein­ir frá. 

Lög­mannateymi brotaþol­ans Virg­iniu Giuf­fre hafa farið fram á sann­an­irn­ar sem lið í einka­rétt­ar­máli gegn prins­in­um fyr­ir dómi í New York.

Viðtalið er rifjað upp hér:

Full­yrðing Andrés­ar prins þess efn­is að hann geti ekki svitnað var hluti af vörn hans gegn ásök­un­um kon­unn­ar, enda hafði hún sagt hann „viðbjóðsleg­asta dans­ara sem hún hafði séð“ og lýst því hvernig svita­drop­ar spýtt­ust í all­ar átt­ir frá prins­in­um áður en henni hafi verið skipað að hafa sam­ræði við prins­inn. 

Um­mæl­in lét Andrés falla í Panorama, frétta­skýr­ingaþætti BBC, og bar sem fyrr seg­ir af sér sak­ir og sagðist ekki getað svitnað.

Giuf­fre sem er í dag 38 ára, var aðeins ung­ling­ur þegar brot Andrés­ar prins eiga að hafa átt sér stað, að heim­il­um Jef­frey Ep­steins heit­ins, fjár­fest­ir og barn­aníðings og Ghislaine Maxwell sem sak­felld var í fyrra­dag fyr­ir þátt­töku sína í barn­aníði og man­sali Ep­steins.

Andrés prins hef­ur ávallt neitað ásök­un­um um nokk­urn glæp.

mbl.is