Þessir græddu milljónir og létu drauma rætast

Áramót | 6. janúar 2022

Þessir græddu milljónir og létu drauma rætast

Það er ekki hægt að segja að það hafi ekki verið neitt að frétta 2021. Eitt af þeim málum sem var mikið í fréttum á árinu var vefsiðan Onlyfans. Fjölmargir Íslendingar sáu sæng sína útreidda og græddu peninga á því að selja aðgang að erótísku efni. Svo voru aðrir sem kláruðu háskólanám eða fengu spennandi starf. 

Þessir græddu milljónir og létu drauma rætast

Áramót | 6. janúar 2022

Það er ekki hægt að segja að það hafi ekki verið neitt að frétta 2021. Eitt af þeim mál­um sem var mikið í frétt­um á ár­inu var vefsiðan On­lyf­ans. Fjöl­marg­ir Íslend­ing­ar sáu sæng sína út­reidda og græddu pen­inga á því að selja aðgang að eró­tísku efni. Svo voru aðrir sem kláruðu há­skóla­nám eða fengu spenn­andi starf. 

Það er ekki hægt að segja að það hafi ekki verið neitt að frétta 2021. Eitt af þeim mál­um sem var mikið í frétt­um á ár­inu var vefsiðan On­lyf­ans. Fjöl­marg­ir Íslend­ing­ar sáu sæng sína út­reidda og græddu pen­inga á því að selja aðgang að eró­tísku efni. Svo voru aðrir sem kláruðu há­skóla­nám eða fengu spenn­andi starf. 

Klara Sif Magnúsdóttir.
Klara Sif Magnús­dótt­ir. Screens­hot/​In­sta­gram

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Smart­land greindi frá því að Klara Sif Magnús­dótt­ir hefði grætt 15 millj­ón­ir eft­ir að hún hóf að birta djarf­ar mynd­ir af sér á On­lyf­ans. 

„Ég bjóst ekki við því að græða svona mikið á neinu. Ég bjó til On­lyf­ans-aðgang í fyrra í ág­úst. Ég er þannig dýpa að ég nenni aldrei að vera í nein­um felu­leik svo ég póstaði þessu á In­sta­gram,“ sagði Klara í viðtali á ár­inu. 

Sigrún Guðjónsdóttir.
Sigrún Guðjóns­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mér fannst frá­bært að vera rek­in

Sigrún Guðjóns­dótt­ir var í frétt­um á ár­inu en í viðtali við tíma­rit Smart­lands sagði hún frá því hvernig hún hefði náð að hjálpa kon­um um all­an heim að láta drauma sína ræt­ast. Sigrún er há­menntuð og seg­ir að kon­ur þurfi að hugsa meira um veltu­töl­ur. 

„Það kost­ar að hafa áhrif og breyta heim­in­um og kon­ur eru betri í því að láta pen­inga gera góða hluti. Ég hef haft yfir millj­arð í tekj­ur á sjö árum. Ég býst við yfir millj­arði í tekj­ur á þessu ári. Ég er ekki að afla tekna til að sitja á pen­ing­um held­ur til að hafa áhrif og breyta heim­in­um, á sama tíma mun ég auðvitað láta drauma mína ræt­ast,“ sagði Sigrún í viðtali við Smart­land. 

Missti stjórn á neysl­unni og snéri við blaðinu

Dag­björt Rúriks­dótt­ir tón­list­armaður og fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing var tölu­vert í frétt­um á ár­inu. Hún sagði við því í viðtali við Smart­land að hún notaði neyslu­sög­una sína til þess að fá inn­blást­ur á tón­list­ar­sviðinu. 

„Ég gafst upp eft­ir að ég hafði misst stjórn á neysl­unni um helg­ar og lífið snér­ist bara um að vinna fyr­ir helg­inni, klára mig þá og bíða svo eft­ir næsta „viðeig­andi“ tæki­færi til að gleyma aft­ur. Þetta hef­ur verið alls kon­ar og ég hef klár­lega ekki hætt að gera mis­tök eða sýnt fram á mik­inn breysk­leika en í fyrsat sinn á ævi minni er ég meðvituð um það og hef þar af leiðandi tæki­færi til að gera bet­ur og bet­ur á hverj­um degi,“ sagði Dag­björt. 

Sunn­eva út­skrifaðist 

Áhrifa­vald­ur­inn og viðskipta­fræðing­ur­inn, Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir, út­skrifaðist sem viðskipta­fræðing­ur í sum­ar. Hún kláraði BS-gráðu í viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands. Í viðtali við Smart­land sagði hún frá því að rit­gerðin henn­ar hafi fjallað um hlaðvörp sem markaðstól. 

Sverrir Bergmann.
Sverr­ir Berg­mann. mbl/ Eggert Jó­hann­es­son

Sverr­ir Berg­mann orðinn stærðfræðikenn­ari 

Tón­list­armaður­inn Sverr­ir Berg­mann stækkaði lífið á ár­inu með því að ger­ast stærðfræðikenn­ari við Mennta­skól­ann Ásbrú. Hann er reynd­ar bara í 50% starfi og sagði hann að þetta passaði vel með öðru sem hann væri að gera. 

Ingunn Agnes Kró dúxaði.
Ing­unn Agnes Kró dúxaði.

Ing­unn Agnes dúxaði

Ing­unn Agnes Kro komst í frétt­ir á ár­inu þegar hún dúxaði í MBA námi við Há­skóla Íslands. 

„Ég held utan um eign­ar­halds­fé­lög í eigu 14 líf­eyr­is­sjóða, Jarðvarma, sem á helm­ings­hlut í HS Orku. Þá sit ég í stjórn HS Orku, Ice­land Sea­food In­ternati­onal, Sjóvár, fram­taks­sjóðins Freyju og Vot­lend­is­sjóðs,“ sagði hún í viðtali á Smartlandi. 

Hvernig var að dúxa?

„Það var mjög gam­an að dúxa. Ég hef reynd­ar dúxað áður og fengið ýmis verðlaun fyr­ir náms­ár­ang­ur, bæði við Verzl­un­ar­skól­ann og laga­deild Há­skóla Íslands. 

Kristín Hildur Ragnarsdóttir.
Krist­ín Hild­ur Ragn­ars­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kon­ur hrædd­ari við að tapa pen­ing­um

Hag­fræðing­ur­inn Krist­ín Hild­ur Ragn­ars­dótt­ir fjár­mála­hag­fræðing­ur sagði frá því í viðtali á Smartlandi hvernig hún byrjaði að fjár­festa þegar hún var í kring­um 25 ára ald­ur. Hún gekk til liðs við Fort­una In­vest fyrr á þessu ári og hef­ur In­sta­gram-reikn­ing­ur þeirra verið vin­sæll. 

„Ég byrjaði mína fjár­fest­inga­veg­ferð ekki fyrr en ég var 25 ára og ég hefði viljað að hún hefði byrjað miklu fyrr. Fram að því hafði ég verið með pen­ing­ana mína inni á banka­bók þar sem þeir tapa verðgildi sínu út af nei­kvæðum raun­vöxt­um, sem eru vegna verðbólgu. Síðan fór ég að gera mér grein fyr­ir að flest­ir sem ég þekki sem voru að fjár­festa eða þekktu eitt­hvað til í geir­an­um voru aðallega karl­kyns,“ sagði Hild­ur. 

Fortuna Invest: Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur …
Fort­una In­vest: Aníta Rut Hilm­ars­dótt­ir, Rósa Krist­ins­dótt­ir og Krist­ín Hild­ur Ragn­ars­dótt­ir.
mbl.is