Almaty eins og draugabær

Óeirðir í Kasakstan | 7. janúar 2022

Almaty eins og draugabær

Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstan, hafnaði málamiðlunum við mótmælendur í landinu í ávarpi í dag. Óeirðir hafa geisað þar eftir miklar verðhækkanir á orku og olíu.

Almaty eins og draugabær

Óeirðir í Kasakstan | 7. janúar 2022

Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstan, hafnaði málamiðlunum við mótmælendur í landinu í ávarpi í dag. Óeirðir hafa geisað þar eftir miklar verðhækkanir á orku og olíu.

Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstan, hafnaði málamiðlunum við mótmælendur í landinu í ávarpi í dag. Óeirðir hafa geisað þar eftir miklar verðhækkanir á orku og olíu.

Tokayev lofaði því að tortíma vopnuðum mótmælendum og veitti lögreglu og hernum heimild til þess að skjóta án viðvörunar.

Í ávarpinu í dag þakkaði Tokayev Rússlandi og sérstaklega forsetanum Vladimír Pútín fyrir að senda rússneskar hersveitir til landsins, til þess að hjálpa við að bæla niður óeirðirnar.

Vopnað lögreglulið og hersveitir lokuðu stórum hlutum Almaty, stærstu borg Kasakstan og þungamiðju mótmælanna, í dag og skutu viðvörunarskotum í loftið ef einhver nálgaðist það.

Ætlar ekki að semja við „hryðjuverkamenn“

Borgin var eins og draugabær og öllum bönkum, matvörubúðum og veitingastöðum lokað. Þær búðir sem voru opnar urðu fljótt uppiskroppa með mat.

Tokayev lýsti því yfir að regla væri nánast komin um allt landið eftir miklar óeirðir um allt Kasakstan í vikunni.

Einnig lýsti hann því yfir að þrýstingur alþjóðasamfélagsins um það að semja við mótmælendur væri rugl og að ekki væri sniðugt að semja við hryðjuverkamenn.

mbl.is