Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Kasakstan hefur verið handtekinn vegna gruns um landráð. Karim Masimov var rekinn í kjölfar mikilla óeirða í landinu vegna miklar verðhækkanir á orku og olíu.
Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Kasakstan hefur verið handtekinn vegna gruns um landráð. Karim Masimov var rekinn í kjölfar mikilla óeirða í landinu vegna miklar verðhækkanir á orku og olíu.
Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Kasakstan hefur verið handtekinn vegna gruns um landráð. Karim Masimov var rekinn í kjölfar mikilla óeirða í landinu vegna miklar verðhækkanir á orku og olíu.
„Vegna gruns um að hann hafi framið glæp hefur fyrrverandi yfirmaður KNB [þjóðaröryggisnefnd Kasakstan] Masimov verið handtekinn og vistaður í bráðabrigða gæslu, ásamt öðrum,“ sagði í yfirlýsingu frá þjóðaröryggisnefndinni.
Á vef The Guardian er greint frá því að Masimov hefur lengi verið viðloðinn fyrrverandi forseta Kasakstan, Nursultan Nazarbayev.
Nazarbayev sagði af sér árið 2019 eftir tæplega 30 ár á valdastóli. Stjórn Nazarbayev sætti ásökunum um einræði, spillingu og mannréttindabrot.
Á stjórnartíð Nazarbaye var Masimov tvisvar forsætisráðherra ásamt því að gegn stöðu yfirmanns forsetaembættisins.
Fjölmargir hafa látist í óeirðunum sem hafa geisað undanfarna daga og kveikt hefur verið í opinberum byggingum.
Í gær sagði Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstan, að búið sé að mestu að ná tökum á ástandinu. Þá sagðist hann hafa leyft öryggissveitum að „skjóta án viðvarana“.
Tokayev greindi einnig frá því að friðargæslulið frá Samvinnu- og öryggisbandalagi fyrrum sovétlýðvelda (CSTO) sem Rússar hafa yfirumsjón með, sé komið til Kasakstan.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í gær að Kasakstan gæti átt erfitt með að draga úr áhrifum Rússa eftir að hafa boðið friðargæsluliði CSTO til landsins.
„Einn lærdómur sem við höfum frá nútíma sögu er að þegar Rússar eru komnir inn í húsið þitt, þá er stundum erfitt að fá þá til þess að fara,“ sagði Blinken í gær.
Þá hvatti bandaríska utanríkisráðuneytið starfsmenn ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Kasakstan að yfirgefa landið ásamt fjölskyldum sínum.
Yfirvöld í Rússlandi sögðu í dag ummæli Blinken vera „ruddaleg“ og að Blinken væri að gera grín að þeim hræðilegu atburðum sem ættu sér nú stað í Kasakstan.
„Ef Antony Blinken hefur svo mikinn áhuga á sögukennslu, þá er hér ein sem kemur upp í hugann. Þegar Bandaríkjamenn eru í þínu húsi þá getur verið erfitt að halda lífi sínu, að koma í veg fyrir að vera nauðgað eða rændur,“ sagði í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands.