Illa gengur að leggja hald á síma Baldwins

Alec Baldwin | 9. janúar 2022

Illa gengur að leggja hald á síma Baldwins

Leikarinn Alec Baldwin hefur varist ásökunum um að hann sé ekki samvinnuþýður við rannsókn á voðaskotinu sem varð kvikmyndatökukonunni Halynu Hutchins að bana en Baldwin hélt á byssunni þegar skotið hljóp úr henni. BBC greinir frá.

Illa gengur að leggja hald á síma Baldwins

Alec Baldwin | 9. janúar 2022

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Leik­ar­inn Alec Baldw­in hef­ur var­ist ásök­un­um um að hann sé ekki sam­vinnuþýður við rann­sókn á voðaskot­inu sem varð kvik­mynda­töku­kon­unni Halynu Hutchins að bana en Baldw­in hélt á byss­unni þegar skotið hljóp úr henni. BBC grein­ir frá.

Leik­ar­inn Alec Baldw­in hef­ur var­ist ásök­un­um um að hann sé ekki sam­vinnuþýður við rann­sókn á voðaskot­inu sem varð kvik­mynda­töku­kon­unni Halynu Hutchins að bana en Baldw­in hélt á byss­unni þegar skotið hljóp úr henni. BBC grein­ir frá.

Rann­sókn­ar­lög­reglu í Nýju-Mexí­kó í Banda­ríkj­un­um var í des­em­ber gef­in heim­ild til skoða síma leik­ar­ans en þrátt fyr­ir til­raun­ir lög­regl­unn­ar til að leggja hald á sím­ann hafa þær ekki enn borið ár­ang­ur.

Að sögn Baldw­ins tek­ur það tíma að til­greina ná­kvæm­lega hvers lög­regl­an þarfn­ast úr sím­an­um. Þá sagði hann í mynd­skeiði á In­sta­gram að það væri lygi að hann hefði vís­vit­andi reynt að kom­ast und­an rann­sókn­inni.

„Þeir geta ekki bara farið í gegn­um sím­ann þinn og tekið mynd­irn­ar þínar, eða ástar­bréf­in þín til konu þinn­ar, eða hvað sem er,“ sagði Baldw­in. „En auðvitað ætl­um við að fara 1.000% eft­ir þessu öllu,“ bætti hann við.

Lög­reglu­menn hafa óskað eft­ir frek­ari aðstoð

Á föstu­dag óskuðu lög­reglu­menn í Nýju-Mexí­kó eft­ir aðstoð frá yf­ir­völd­um í New York við að leggja hald á sím­ann.

Mary Carmack-Altwies héraðssak­sókn­ari, sem hef­ur haft um­sjón með rann­sókn­inni, sagði að skrif­stofa henn­ar ynni með sýslu­mann­in­um í New York og lög­fræðing­um Baldw­ins „til að ná í efni úr síma Baldw­ins sem teng­ist Rust-rann­sókn­inni.“

Í leit­ar­heim­ild sem veitt var 16. des­em­ber sögðust rann­sak­end­ur vera að leita að skila­boðum, mynd­um, mynd­bönd­um eða sím­töl­um sem tengd­ust kvik­mynda­gerðinni.

mbl.is