Eftirskjálfti af stærðinni 3,1

Hekla | 10. janúar 2022

Eftirskjálfti af stærðinni 3,1

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð 6,1 km suðvestur af Vatnafjöllum, sem eru suðaustan við Heklu, um þrjúleytið í nótt. Annar af stærðinni 1,7 fylgdi á eftir skömmu síðar.

Eftirskjálfti af stærðinni 3,1

Hekla | 10. janúar 2022

Hekla.
Hekla. mbl.is/Sigurður Bogi

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð 6,1 km suðvest­ur af Vatna­fjöll­um, sem eru suðaust­an við Heklu, um þrjú­leytið í nótt. Ann­ar af stærðinni 1,7 fylgdi á eft­ir skömmu síðar.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð 6,1 km suðvest­ur af Vatna­fjöll­um, sem eru suðaust­an við Heklu, um þrjú­leytið í nótt. Ann­ar af stærðinni 1,7 fylgdi á eft­ir skömmu síðar.

Að sögn Ein­ars Bessa Gests­son­ar, nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands, er um eft­ir­skjálfta að ræða í kjöl­far skjálfta­hrinu sem hófst á svæðinu um miðjan nóv­em­ber með jarðskjálfta upp á 5,2.

Hrin­an stóð yfir í tæp­ar þrjár vik­ur. Skjálft­inn í nótt upp á 3,1 er sá fimmti sem er stærri en 3 síðan eft­ir­skjálft­arn­ir hóf­ust.

Síðasta sól­ar­hring­inn hafa orðið fjór­ir jarðskjálft­ar við Vatna­fjöll og í heild­ina hafa þeir verið aðeins 10 alla síðustu viku, að sögn Ein­ars Bessa.

mbl.is