Kassym-Jomar Tokayev, forseti Kasakstan, segir óeirðir síðustu daga í landinu hafa verið tilraun til valdaráns.
Kassym-Jomar Tokayev, forseti Kasakstan, segir óeirðir síðustu daga í landinu hafa verið tilraun til valdaráns.
Kassym-Jomar Tokayev, forseti Kasakstan, segir óeirðir síðustu daga í landinu hafa verið tilraun til valdaráns.
BBC greinir frá.
Sagði hann við leiðtoga hernaðarbandalags fyrrum Sovét-ríkjanna að aðgerðirnar hefðu verið skipulagðar miðlægt en nefndi ekki hverja hann taldi ábyrga.
Þá hefur Valdimír Pútín, forseti Rússlands, sagt að Kasakstan hafi orðið fyrir alþjólegri hryðjuverkastarfsemi en hefur ekki lagt fram neinar sönnur þess efnis. Þá hefur Pútín sagt að Rússlands muni aldrei leyfa byltingu í landinu.
Herlið frá Rússlandi ásamt öðrum löndum, er staðsett í Kasakstan að leggur til aðstoð við að hafa hemil á óeirðunum.
Mótmælin, sem brutust úr í kjölfar hækkunar á olíuverði, urðu brátt að mestu óeirðum í landinu í þrjátíu ára sjálfstæðissögu þess. Tugir liggja í valnum, þar af sextán hermenn.