Icelandair bætir við fjórum áfangastöðum

Beint flug á spennandi staði | 12. janúar 2022

Icelandair bætir við fjórum áfangastöðum

Flugfélagið Icelandair hefur sett áætlun sína fyrir sumarið 2022 í sölu. Fjórir áfangastaðir bætast við leiðakerfið, Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada.

Icelandair bætir við fjórum áfangastöðum

Beint flug á spennandi staði | 12. janúar 2022

Icelandair hefur gefið út áætlun sína fyrir sumarið 2022.
Icelandair hefur gefið út áætlun sína fyrir sumarið 2022. mbl.is/Árni Sæberg

Flug­fé­lagið Icelanda­ir hef­ur sett áætl­un sína fyr­ir sum­arið 2022 í sölu. Fjór­ir áfangastaðir bæt­ast við leiðakerfið, Róm á Ítal­íu, Nice í Frakklandi, Alican­te á Spáni og Montreal í Kan­ada.

Flug­fé­lagið Icelanda­ir hef­ur sett áætl­un sína fyr­ir sum­arið 2022 í sölu. Fjór­ir áfangastaðir bæt­ast við leiðakerfið, Róm á Ítal­íu, Nice í Frakklandi, Alican­te á Spáni og Montreal í Kan­ada.

Fé­lagið flýg­ur til 43 áfangastaða í milli­landa­flugi sum­arið 2022. Icelanda­ir hef­ur áður flogið til Alican­te í leiguflugi en nú hef­ur áfangastaður­inn bæst við leiðakerfið. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu. „Við höf­um verið að byggja starf­semi okk­ar upp aft­ur jafnt og þétt á sama tíma og við höf­um þurft að aðlaga okk­ur að aðstæðum hverju sinni. Sum­aráætl­un okk­ar ligg­ur nú fyr­ir þar sem við erum með erum með 43 áfangastaði þar á meðal nýja og spenn­andi staði sem eru Róm og Nice. Þá er ánægju­legt að færa Alican­te inn í leiðakerfið á sama hátt og við gerðum með Teneri­fe á síðasta ári sem hef­ur verið gríðarlega vel tekið,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, í til­kynn­ing­unni.

Flogið verður til Róm­ar tvisvar í viku frá 6. júlí til 4. sept­em­ber. Til Nice verður flogið tvisvar í viku frá 6. júlí til 27. ág­úst.

Þris­var í viku verður flogið til Motn­real á tíma­bil­inu 24. júní til 25. sept­em­ber. Til Alican­te verður flogið einu sinni til tvisvar í viku fram til loka októ­ber. 

mbl.is