Ferðast um Suður-Spán á gömlum sjúkrabíl

Á ferðalagi | 15. janúar 2022

Ferðast um Suður-Spán á gömlum sjúkrabíl

Hjónin og leiðsögumennirnir Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen eru miklar fjallageitur. Bæði brenna þau fyrir útivist og ævintýri og segja þau að fjallaklifur hafi verið þeirra sameiningartákn síðan þau kynntust og hófu búskap saman. Fyrstu kynni Árna og Írisar áttu sér stað í Skaftafelli þegar þau unnu sem leiðsögumenn hjá fyrirtækinu Íslenskir fjallaleiðsögumenn árið 2015. 

Ferðast um Suður-Spán á gömlum sjúkrabíl

Á ferðalagi | 15. janúar 2022

Hjónin Íris og Árni kynntust á Svínafellsjökli.
Hjónin Íris og Árni kynntust á Svínafellsjökli. Ljósmynd/Aðsend

Hjón­in og leiðsögu­menn­irn­ir Árni Stefán Haldor­sen og Íris Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen eru mikl­ar fjalla­geit­ur. Bæði brenna þau fyr­ir úti­vist og æv­in­týri og segja þau að fjallaklif­ur hafi verið þeirra sam­ein­ing­ar­tákn síðan þau kynnt­ust og hófu bú­skap sam­an. Fyrstu kynni Árna og Íris­ar áttu sér stað í Skafta­felli þegar þau unnu sem leiðsögu­menn hjá fyr­ir­tæk­inu Íslensk­ir fjalla­leiðsögu­menn árið 2015. 

Hjón­in og leiðsögu­menn­irn­ir Árni Stefán Haldor­sen og Íris Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen eru mikl­ar fjalla­geit­ur. Bæði brenna þau fyr­ir úti­vist og æv­in­týri og segja þau að fjallaklif­ur hafi verið þeirra sam­ein­ing­ar­tákn síðan þau kynnt­ust og hófu bú­skap sam­an. Fyrstu kynni Árna og Íris­ar áttu sér stað í Skafta­felli þegar þau unnu sem leiðsögu­menn hjá fyr­ir­tæk­inu Íslensk­ir fjalla­leiðsögu­menn árið 2015. 

„Það var ekki aft­ur snúið,“ seg­ir Árni. 

„Við kynnt­umst eig­in­lega á Svína­fells­jökli,“ bæt­ir Íris við. 

„Já, við átt­um mjög gott augna­blik sam­an uppi á Svína­fells­jökli,“ seg­ir Árni en hvor­ugt þeirra fer nán­ar út í þá sálma.

Hjón­in hafa nán­ast verið óaðskil­in síðan og byggðu sér hús í Svín­felli í Öræf­um árið 2018, sem ger­ir sögu þeirra enn skemmti­legri.

„Við búum eig­in­lega bara í mekka fjalla­mennsk­unn­ar á Íslandi,“ seg­ir Íris. „Þá er auðveld­ara að vita hvernig aðstæður eru og svona. Við erum far­in að þekkja þetta eins og lóf­ann á okk­ur. Það er alltaf jafn gam­an að geta kynnt fólki fyr­ir þessu svæði,“ seg­ir hún jafn­framt.

Klifurkettirnir í El Chorro á Suður-Spáni.
Klif­ur­kett­irn­ir í El Chorro á Suður-Spáni. Ljós­mynd/​Aðsend

Tinda­borg í Öræf­um

Þau Árni og Íris þekkja það vel að ganga og klifra fjöll. Sú iðja hef­ur lengi verið þeirra ær og kýr og ákváðu þau bæði að búa sér til starfs­vett­vang út frá aðal áhuga­mál­um sín­um. Hjón­in reka fjalla­leiðsögu­fyr­ir­tækið Tinda­borg sem starf­rækt er í Svína­felli í Öræf­um.

„Við vinn­um bæði sem leiðsögu­menn á jökl­um og fjöll­um og kenn­um líka mikið á okk­ar veg­um og í Fjalla­mennsku­námi FAS. Tinda­borg er í raun­inni bara lítið ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki sem við rek­um sam­an og bjóðum upp á jökla­göng­ur og ísklif­ur og allt mögu­legt,“ seg­ir Árni.

„Við erum með nám­skeið fyr­ir al­menn­ing sem vilja læra sitt­hvað um jökla­ferðir eða fjalla­mennsku al­mennt. Tinda­borg er ekki endi­lega hugsað fyr­ir er­lenda ferðamenn held­ur líka fyr­ir fólk sem vill gera eitt­hvað fyr­ir sig og læra meira um göng­ur, fjalla­mennsku og klif­ur. Þetta er í raun­inni frá­bær vett­vang­ur fyr­ir okk­ur til að bjóða upp á allt það sem okk­ur þykir skemmti­legt að gera,“ seg­ir Íris og hlær. 

Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Tinda­borg sér­hæf­ir sig í alls kyns jökla- og fjalla­ferðum en einnig býður fyr­ir­tækið upp á und­ir­bún­ings­nám­skeið með marg­vís­leg­um sniðum, bæði fyr­ir grunn og fram­hald. „Í krafti smæðar­inn­ar er hægt að gera svo margt skemmti­legt og fjöl­breytt­ara en stærri ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa svig­rúm til að bjóða upp á,“ seg­ir Árni. 

Íris að klifra Parley 6a+ rétt utan við Calp.
Íris að klifra Parley 6a+ rétt utan við Calp. Ljós­mynd/​Aðsend

Ferðast um Suður-Spán á sjúkra­bíl

Árni og Íris hafa farið í fjölda­marg­ar klif­ur­ferðir bæði hér­lend­is og er­lend­is. Um þess­ar mund­ir eru þau stödd á Spáni þar sem þau berja æv­in­týra­leg fjall­lendi aug­um á suðræn­um slóðum. Ólíkt því sem þau eru vön hér heima. Þau segja upp­lif­un­ina að klífa fjöll í heitu lofts­lagi vera stór­kost­lega en ekk­ert jafn­ist þó á við heima­slóðirn­ar.   

„Við erum núna í þorpi sem heit­ir El Chorro og er staðsett rétt fyr­ir norðan Málaga á Suður-Spáni,“ seg­ir Árni. 

Í smá­bæn­um El Chorro búa um það bil 500 manns miðað við töl­ur frá alþjóðlegu upp­lýs­inga­veit­unni Cybo. Alls eru 238 karl­kyns ein­stak­ling­ar skráðir til heim­il­is í El Chorro um þess­ar mund­ir og 235 kven­kyns. Smá­bær­inn El Chorro hef­ur lengi vel verið þekkt­ur fyr­ir stór­brotna nátt­úru og verið einn vin­sæl­asti staður Spán­ar til fjalla- og klettaklif­urs. Þá hef­ur nátt­úr­an einnig verið mikið aðdrátt­ar­afl fyr­ir göngu­fólk, fjalla­hjóla­fólk og annað úti­vistar­fólk sem þyrst­ir í æv­in­týri og adrenalín. 

Húsbíll þeirra Írisar og Árna er gamall sjúkrabíll sem gerður …
Hús­bíll þeirra Íris­ar og Árna er gam­all sjúkra­bíll sem gerður hef­ur verið upp. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta er í fyrsta skipti sem við för­um í svona hús­bíla­ferð en við keypt­um okk­ur gaml­an sjúkra­bíl sem við breytt­um í hús­bíl á fjór­um dög­um rétt fyr­ir þessa ferð. Þetta voru svona „last-minu­te“ kaup hjá okk­ur um mánaðar­mót­in októ­ber/​nóv­em­ber þannig það þurfti að hafa hraðar hend­ur,“ seg­ir Árni en þau Íris hafa dvalið um nokk­urt skeið í gamla, ný­upp­gerða sjúkra­bíln­um á fal­legu tjaldsvæði sem El Chorro býður upp á. „Við ætluðum bara að vera á jeppa og með tjald en svo dutt­um við inn á þenn­an sjúkra­bíl og lét­um þar með slag standa,“ út­skýr­ir hann.  

„Þetta ferðalag hef­ur ein­kennst svo­lítið af sport­klifri. Þá erum við að klifra meira í klett­um þar sem búið er að koma fyr­ir járn­bolt­um sem svona maður frst­ir sig í á leiðinni og not­ar sem trygg­ingu. Sport­klif­ur­leiðir eru oft 10-40 metr­ar þannig við erum að klifra kannski 30 metra upp og koma svo aft­ur niður,“ seg­ir Íris.

„Við höf­um líka tekið svona fimm til sex stærri fjöl­spanna­leiðir sem eru hærri leiðir,“ bæt­ir Árni við. „Þær eru allt að 300 metra lang­ar og því þarf að klifra þær í mörg­um spönn­um. Ein spönn er því á milli stansa, eða á milli stoppa,“ út­skýra þau.

Árni vílar hvorki hæð né lengd fyrir sér.
Árni víl­ar hvorki hæð né lengd fyr­ir sér. Ljós­mynd/​Aðsend

Búnaður­inn meira virði en sjúkra­bíl­inn 

„Við ætl­um að koma við hjá vini okk­ar sem er alþjóðleg­ur fjalla­leiðsögumaður og fara á fjalla­nám­skeið hjá hon­um núna í ferðinni. Þá verðum við ekki leng­ur í veður­sæld­inni, þá tek­ur við meira vetr­arklif­ur, eins og við þekkj­um vel,“ seg­ir Íris. 

Vin­ur þeirra Árna og Íris­ar heit­ir Roger Mator­ell og er bú­sett­ur við Pýrenea­fjöll­in á Spáni. Fjall­lendið er mitt á milli landa­mæra Spán­ar og Frakk­lands og skil­ur fjallag­arður­inn því lönd­in að. Veru­leg snjó­koma þekk­ist vel við fjall­lendið enda um mikla hæð að ræða.

„Við höfðum sam­band við Roger og báðum hann um að setja eitt­hvað skemmti­legt sam­an fyr­ir okk­ur í snjón­um og ísn­um. Við sjá­um það fyr­ir okk­ur að fara á fjalla­skíði líka þannig við erum með smekk­full­an bíl af alls kon­ar búnaði. Enda ætluðum við okk­ur að fá mikið úr þess­ari ferð,“ seg­ir Íris. „All­ur þessi búnaður er senni­lega mun meira virði en sjúkra­bíll­inn sjálf­ur,“ seg­ir hún og hlær.

Hjónakornin föst í línum.
Hjóna­korn­in föst í lín­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta er mjög frjáls­leg­ur ferðamáti,“ seg­ir Árni. „Það er oft svo skemmti­legt að vera ekki með neitt sér­stakt plan og geta bara stoppað þar sem maður vill þegar maður vill. Og líka þegar maður sér eitt­hvað fal­legt eða skemmti­legt.“

Ferðalagið var lít­il­lega planað hjá Írisi og Árna en þó höfðu þau haft það í huga að þessi tími árs­ins væri hent­ug­ast­ur fyr­ir þau til að leggja land und­ir fót. 

„Þetta var planað aðallega út frá vinn­un­um okk­ar,“ seg­ir Árni.

Já, og aðallega út frá veðrinu. Í nóv­em­ber, des­em­ber og janú­ar er oft leiðin­legt veður heima á Íslandi. Veðurfars­lega var þetta því hent­ug­ast fyr­ir okk­ur því vinn­an okk­ar fer oft­ast fram ut­an­dyra,“ seg­ir Íris. „Svo átt­um við líka alltaf eft­ir að fara í brúðkaups­ferð!“

Íris og Árni giftu sig í miðjum heims­far­aldri en brúðkaupið fór fram í hálf­gerðri kyrrþey sök­um þess. 

„Þetta er því eig­in­lega bara svona hálf­gerð brúðkaups­ferð. Við gift­um okk­ur fyr­ir einu og hálfu ári síðan og höf­um ekki getað gert neitt útaf Covid. Það er því bara fínt að geta slegið tvær flug­ur í einu höggi og fara í fjalla­mennsku brúðkaups­ferð á sjúkra­bíln­um,“ seg­ir Íris og þau Árni hlæja dátt að lok­um.  

mbl.is