Forseti Úkraínu gagnrýnir ummæli Bidens

Vladimír Pútín | 20. janúar 2022

Forseti Úkraínu gagnrýnir ummæli Bidens

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, gagnrýndi í kvöld Joe Biden, Bandaríkjaforseta, á Twitter vegna ummæla hans um innrás Rússlands í Úkraínu. Þar skrifaði Zelensky að „minniháttar innrás“ væri ekki til heldur hefðu innrásir alltaf afleiðingar. 

Forseti Úkraínu gagnrýnir ummæli Bidens

Vladimír Pútín | 20. janúar 2022

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu. AFP

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, gagnrýndi í kvöld Joe Biden, Bandaríkjaforseta, á Twitter vegna ummæla hans um innrás Rússlands í Úkraínu. Þar skrifaði Zelensky að „minniháttar innrás“ væri ekki til heldur hefðu innrásir alltaf afleiðingar. 

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, gagnrýndi í kvöld Joe Biden, Bandaríkjaforseta, á Twitter vegna ummæla hans um innrás Rússlands í Úkraínu. Þar skrifaði Zelensky að „minniháttar innrás“ væri ekki til heldur hefðu innrásir alltaf afleiðingar. 

Biden hafði talað um að „minniháttar árás“ á Úkraínu gæti leitt til vægari viðbragða frá Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra.

„Það eru engar minniháttar innrásir. Rétt eins og það eru engin minniháttar mannsföll og lítil sorg vegna missi ástvina,“ skrifaði Zelensky á Twitter.

Rússland sent yfir 127 þúsund hermenn

Her Rúss­lands held­ur áfram að safn­ast sam­an við landa­mær­in að Úkraínu, þrátt fyr­ir diplóma­tísk­ar til­raun­ir Vest­ur­landa síðustu vik­ur til að koma í veg fyr­ir inn­rás Rússa í Evr­ópu­ríkið.

Sam­kvæmt nýj­ustu grein­ingu varn­ar­málaráðuneyt­is­ins í Kænug­arði, sem frétta­stofa CNN fékk að líta aug­um á þriðju­dag, hef­ur Rúss­land nú sent fleiri en 127 þúsund her­menn á svæðið.

Í lok des­em­ber og það sem af er janú­ar er her­inn einnig sagður hafa flutt „birgðir skot­færa, fær­an­leg sjúkra­hús og ör­ygg­isþjón­ust­ur“ að landa­mær­un­um, sem í grein­ing­unni er talið „staðfesta und­ir­bún­ing sókn­araðgerða“.

mbl.is