Brad Pitt ekki séð meinta ástkonu í tvö ár

Brad Pitt | 28. janúar 2022

Brad Pitt ekki séð meinta ástkonu í tvö ár

Leikarinn Brad Pitt á ekki í leynilegu ástarsambandi við sænsku söngkonuna Lykke Li þrátt fyrir orðróm þess efnis. Pitt hefur ekki áhuga á ástarsambandi við aðra fræga konu eftir tvö misheppnuð hjónabönd við frægustu leikkonur heims. 

Brad Pitt ekki séð meinta ástkonu í tvö ár

Brad Pitt | 28. janúar 2022

Brad Pitt.
Brad Pitt. AFP

Leik­ar­inn Brad Pitt á ekki í leyni­legu ástar­sam­bandi við sænsku söng­kon­una Lykke Li þrátt fyr­ir orðróm þess efn­is. Pitt hef­ur ekki áhuga á ástar­sam­bandi við aðra fræga konu eft­ir tvö mis­heppnuð hjóna­bönd við fræg­ustu leik­kon­ur heims. 

Leik­ar­inn Brad Pitt á ekki í leyni­legu ástar­sam­bandi við sænsku söng­kon­una Lykke Li þrátt fyr­ir orðróm þess efn­is. Pitt hef­ur ekki áhuga á ástar­sam­bandi við aðra fræga konu eft­ir tvö mis­heppnuð hjóna­bönd við fræg­ustu leik­kon­ur heims. 

„Hann hef­ur ekki hitt hana í tvö ár,“ sagði heim­ild­armaður Page Six. „Hann hitti hana fyr­ir nokkr­um árum. Ekk­ert nei­kvætt. Þau eru bara ekki að hitt­ast.“

Frétt­ir af meintu ástar­sam­bandi pars­ins fóru á kreik eft­ir að vin­sæl In­sta­gram-síða benti á stjörn­urn­ar hefðu sést sam­an á pasta veit­ingastað í Hollywood sem er vin­sæll meðal ríka og fræga fólks­ins. 

Eft­ir erfiðan skilnað við leik­kon­una Ang­el­inu Jolie nýt­ur Pitt þess að vera ein­hleyp­ur og er sagður vera að kanna ein­hleypa markaðinn hægt og ró­lega. Áður en hann kynnt­ist Jolie var hann kvænt­ur Jenni­fer Anist­on og trú­lofaður Gwyneth Paltrow. Heim­ild­armaður seg­ir hann ekki hafa áhuga á að vera í sam­bandi með ann­arri stjörnu. „Ég sé ekki Brad hitta ein­hverja mjög fræga aft­ur. Ég sé hann fyr­ir mér hitta ein­hverja sem er ekki jafn fræg.“

mbl.is