Börnin rólegri í seinni sprautunni

Bólusetningar við Covid-19 | 31. janúar 2022

Börnin rólegri í seinni sprautunni

Nokkur hundruð börn hafa þegið sinn annan skammt af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 í dag en þrjár vikur eru liðnar frá því að bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófst með skipulegum hætti í Laugardalshöllinni. 

Börnin rólegri í seinni sprautunni

Bólusetningar við Covid-19 | 31. janúar 2022

Dagurinn hefur farið rólega af stað.
Dagurinn hefur farið rólega af stað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokk­ur hundruð börn hafa þegið sinn ann­an skammt af bólu­efni Pfizer gegn Covid-19 í dag en þrjár vik­ur eru liðnar frá því að bólu­setn­ing barna á aldr­in­um fimm til ell­efu ára hófst með skipu­leg­um hætti í Laug­ar­dals­höll­inni. 

Nokk­ur hundruð börn hafa þegið sinn ann­an skammt af bólu­efni Pfizer gegn Covid-19 í dag en þrjár vik­ur eru liðnar frá því að bólu­setn­ing barna á aldr­in­um fimm til ell­efu ára hófst með skipu­leg­um hætti í Laug­ar­dals­höll­inni. 

Sig­ríður Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, verk­efna­stjóri bólu­setn­inga hjá Heilsu­gæslu höfuð­borg­ar­svæðis­ins, seg­ir dag­inn hafa farið vel af stað og eru börn­in að jafnaði ró­legri.

„Börn­in eru sjóuð og kunna þetta allt sam­an. Mín til­finn­ing er sú að þetta gangi miklu bet­ur hjá mörg­um en síðast.“

Marg­ir fengið Covid-19 í millitíðinni

Um 1.300 börn sinn fyrsta skammt af bólu­efni á mánu­dag­inn fyr­ir þrem­ur vik­um en í dag hafa hátt í 700 börn mætt. Að sögn Sig­ríðar er erfitt að segja til um hver tal­an verður und­ir lok dags en dag­ur­inn fer ró­legra af stað en síðast.

Býst hún ekki við að fjöld­inn verði jafn hár enda ef­laust hluti af hópn­um sem hef­ur fengið Covid-19 í millitíðinni. Þurfa þeir ein­stak­ling­ar að bíða í þrjá mánuði til viðbót­ar áður en þeir geta þegið sinn seinni skammt af bólu­efni.

Boða þá síðustu

Sam­hliða bólu­setn­ingu barna eru heil­brigðis­starfs­menn einnig að taka á móti fólki í örvun­ar­skammt í Laug­ar­dals­höll­inni og hafa nokk­ur hundruð manns mætt í dag.

Að sögn Sig­ríðar var aft­ur gripið til þess ráðs að boða ein­stak­linga í örvun­ar­skammt eft­ir að það fór að draga veru­lega úr mæt­ingu. Er nú verið að leggja loka­hönd á að boða þá sem eft­ir standa.

mbl.is