Play til New York

Beint flug á spennandi staði | 1. febrúar 2022

Play til New York

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til New York í Bandaríkjunum og boðar lægstu fargjöldin á flugi frá Evrópu til borgarinnar vegna hagstæðs samnings við lítinn flugvöll við borgina. Fyrsta flug félagsins til New York verður 9. júní og boðið verður upp á daglegt flug.

Play til New York

Beint flug á spennandi staði | 1. febrúar 2022

Flugvél Play.
Flugvél Play. Ljósmynd/Aðsend

Flug­fé­lagið Play hef­ur hafið miðasölu á flugi til New York í Banda­ríkj­un­um og boðar lægstu far­gjöld­in á flugi frá Evr­ópu til borg­ar­inn­ar vegna hag­stæðs samn­ings við lít­inn flug­völl við borg­ina. Fyrsta flug fé­lags­ins til New York verður 9. júní og boðið verður upp á dag­legt flug.

Flug­fé­lagið Play hef­ur hafið miðasölu á flugi til New York í Banda­ríkj­un­um og boðar lægstu far­gjöld­in á flugi frá Evr­ópu til borg­ar­inn­ar vegna hag­stæðs samn­ings við lít­inn flug­völl við borg­ina. Fyrsta flug fé­lags­ins til New York verður 9. júní og boðið verður upp á dag­legt flug.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu

Play mun fljúga til New York Stew­art In­ternati­onal flug­vall­ar og verður eina flug­fé­lagið með milli­landa­flug til og frá vell­in­um. Þetta er þriðji áfangastaður fé­lags­ins í Banda­ríkj­un­um en flug til Bost­on hefst í maí og til Baltimore/​Washingt­on í apríl.

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Play. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Eft­ir að hafa kynnt okk­ur upp­gang­inn á svæðinu í kring­um flug­völl­inn og kosti hans vor­um við ekki lengi að stökkva á vagn­inn. Þessi ákvörðun ger­ir okk­ur kleift að bjóða upp á lægsta verðið á milli New York og Evr­ópu þar sem sem við höf­um fengið sér­stak­lega góð kjör hjá vell­in­um því við erum eina flug­fé­lagið með milli­landa­flug til og frá New York Stew­art,“ seg­ir Birg­ir Jóns­son for­stjóri Play.

„Þá rík­ir mik­il eft­ir­vænt­ing og spenna fyr­ir starf­semi Play á New York Stew­art meðal hags­munaaðila á svæðinu þar sem hef­ur verið mik­ill upp­gang­ur und­an­far­in ár,“ seg­ir Birg­ir enn frem­ur.

mbl.is