Þekkið þið hana Míu

Hulda Björk Svansdóttir | 3. febrúar 2022

Þekkið þið hana Míu

„Ég þreytist ekki á því að segja ykkur frá því frábæra fólki sem ég hef kynnst og líka því fólki sem er þarna úti alla daga að gera heiminn betri. Ég sé svo marga vera að leggja ótrúlega mikið á sig og mér finnst að ég verði að beina kastljósinu að öllum þessum fallegu verkefnum. Þess vegna langar mig að segja ykkur aðeins meira frá einu slíku,“ segir Hulda Björk Svansdóttir móðir Ægis Þórs í sínum nýjasta pistli: 

Þekkið þið hana Míu

Hulda Björk Svansdóttir | 3. febrúar 2022

Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með …
Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn.

„Ég þreyt­ist ekki á því að segja ykk­ur frá því frá­bæra fólki sem ég hef kynnst og líka því fólki sem er þarna úti alla daga að gera heim­inn betri. Ég sé svo marga vera að leggja ótrú­lega mikið á sig og mér finnst að ég verði að beina kast­ljós­inu að öll­um þess­um fal­legu verk­efn­um. Þess vegna lang­ar mig að segja ykk­ur aðeins meira frá einu slíku,“ seg­ir Hulda Björk Svans­dótt­ir móðir Ægis Þórs í sín­um nýj­asta pistli: 

„Ég þreyt­ist ekki á því að segja ykk­ur frá því frá­bæra fólki sem ég hef kynnst og líka því fólki sem er þarna úti alla daga að gera heim­inn betri. Ég sé svo marga vera að leggja ótrú­lega mikið á sig og mér finnst að ég verði að beina kast­ljós­inu að öll­um þess­um fal­legu verk­efn­um. Þess vegna lang­ar mig að segja ykk­ur aðeins meira frá einu slíku,“ seg­ir Hulda Björk Svans­dótt­ir móðir Ægis Þórs í sín­um nýj­asta pistli: 

Þekkið þið hana Míu? Ég hef talað um hana áður en mér finnst ég verði að halda áfram að minna á hana því þetta er verk­efni sem sann­ar­lega á skilið að fá stuðning. Aðeins til að rifja upp hvað Míu verk­efnið er þá er það hug­ar­fóst­ur henn­ar Þór­unn­ar Evu G. Páls­dótt­ur. Hún á heiður­inn á því að búa Míu til en Þór­unn á tvo lang­veika drengi sem báðir þurftu að fá lyfja­brunn í sín­um veik­ind­um og út frá því varð verk­efnið til. Þegar Þór­unn var í námi þá var loka­verk­efnið henn­ar að skrifa barna­bók sem hugsuð var til að hjálpa börn­um í gegn­um það ferli að fá lyfja­brunn. Þannig varð hún Mía sem sagt til og bók­in heit­ir ein­mitt Mía fær lyfja­brunn. Verk­efnið óx síðan meira og meira og í dag fær­ir Mía bæði for­eldr­um lang­veikra barna og börn­un­um sjálf­um svo­kallað Míu­box.

Boxið er fullt af spenn­andi hlut­um sem gleðja og næra þá sem það fá. Þetta er hugsað sem gjöf til for­eldra og barna sem eru und­ir miklu álagi og vant­ar smá glaðning til að gera lífið betra.  Þetta er þó ekki það eina sem Mía ger­ir því hún veit­ir líka verðlaun til heil­brigðis starfs­fólks sem skar­ar fram úr í umönn­un lang­veikra barna. Það sem mér finnst líka frá­bært við þetta er að Mía og allt í kring­um hana vek­ur í leiðinni vit­und um sjald­gæfa sjúk­dóma sem er mjög nauðsyn­legt. Þetta er ótrú­lega fal­legt verk­efni og svo sann­ar­lega þess virði að styðja við það.

Mig langaði bara að vekja at­hygli á þessu ef ein­hver fyr­ir­tæki geta hugsað sér að leggja góðu mál­efni lið. Við þurf­um að vera dug­lega að styðja við fólk sem er í svona góðgerðar­starf­semi finnst mér og það er mér ljúft og skylt að gera það sem ég get til að styðja við þetta fram­tak hjá Þór­unni. Hún er bara mamma sem fór af stað með hug­mynd sem hef­ur nú vaxið og er að blómstra. Þór­unn sýn­ir okk­ur hvað ein­stak­ling­ur­inn get­ur gert magnaða hluti og haft áhrif til hins betra. Það ætti að vera að fjallað miklu meira um svona verk­efni í frétt­un­um held­ur en allt þetta nei­kvæða í heim­in­um. Með fleiri já­kvæðum frétt­um dreif­um við kær­leika og gleði og því fleiri sem sjá það því víðar breiðist boðskap­ur­inn. Já­kvæðni og kær­leik­ur smit­ar nefni­lega út frá sér því allt sem við veit­um at­hygli vex og ég að minnsta kosti vill sjá verk­efni eins og Míu vaxa og dafna. Endi­lega skoðið miamagic.is.

mbl.is