Í haldi eftir skotárás í Grafarholti

Skotárás í Grafarholti | 10. febrúar 2022

Í haldi eftir skotárás í Grafarholti

Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem voru stödd utandyra í hverfinu. Þau voru flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra, en eru ekki í lífshættu. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglu.

Í haldi eftir skotárás í Grafarholti

Skotárás í Grafarholti | 10. febrúar 2022

Karl­maður á þrítugs­aldri er í haldi lög­reglu eft­ir að til­kynnt var um skotárás í Grafar­holti á fjórða tím­an­um í nótt. Skotið var á karl og konu sem voru stödd ut­an­dyra í hverf­inu. Þau voru flutt á slysa­deild þar sem gert var að sár­um þeirra, en eru ekki í lífs­hættu. Greint er frá þessu í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Karl­maður á þrítugs­aldri er í haldi lög­reglu eft­ir að til­kynnt var um skotárás í Grafar­holti á fjórða tím­an­um í nótt. Skotið var á karl og konu sem voru stödd ut­an­dyra í hverf­inu. Þau voru flutt á slysa­deild þar sem gert var að sár­um þeirra, en eru ekki í lífs­hættu. Greint er frá þessu í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Lög­regl­an var með mik­inn viðbúnað vegna máls­ins og var sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra kölluð til, en hún hand­tók fyrr­nefnd­an karl­mann miðsvæðis í borg­inni fyrr í morg­un. Rann­sókn máls­ins er á frum­stigi.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að viðbúið sé að mál sem þetta valdi óhug hjá fólki, en lög­regl­an vill taka fram að hún tel­ur engu að síður að al­menn­ingi sé ekki hætta búin vegna þessa. Held­ur að hér sé um að ræða ein­stakt mál.

Lög­regl­an seg­ist jafn­framt ekki ætla að gefa frek­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu, en bú­ast megi við frétta­til­kynn­ingu síðar í dag.

mbl.is