Viðbúnaðurinn á Miklubraut tengist skotárásinni

Skotárás í Grafarholti | 10. febrúar 2022

Viðbúnaðurinn á Miklubraut tengist skotárásinni

Mikill viðbúnaður lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra á Miklubraut í morgun tengist skotárás í Grafarholtinu á fjórða tímanum í nótt. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í samtali við mbl.is.

Viðbúnaðurinn á Miklubraut tengist skotárásinni

Skotárás í Grafarholti | 10. febrúar 2022

Viðbúnar var á Miklubraut vegna skotárásarinnar.
Viðbúnar var á Miklubraut vegna skotárásarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mik­ill viðbúnaður lög­reglu og sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra á Miklu­braut í morg­un teng­ist skotárás í Grafar­holt­inu á fjórða tím­an­um í nótt. Þetta staðfest­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Mik­ill viðbúnaður lög­reglu og sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra á Miklu­braut í morg­un teng­ist skotárás í Grafar­holt­inu á fjórða tím­an­um í nótt. Þetta staðfest­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

„Þessi hand­taka seinna í nótt var í tengsl­um við þessa skotárás,“ seg­ir Grím­ur en í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni seg­ir að karl­maður hafi verið hand­tek­inn miðsvæðis í borg­inni vegna máls­ins.

Skotið var á karl og konu sem voru stödd ut­an­dyra í Grafar­holti í nótt. Þau voru flutt á slysa­deild þar sem gert var að sár­um þeirra, en eru ekki í lífs­hættu.

Grím­ur vill ekki segja til um hvort tengsl eru á milli árás­ar­manns­ins og fórn­ar­lambanna.

Lög­regl­an þurfti ekki að beita skot­vopn­um við aðgerðina og Grím­ur tek­ur fram að al­menn­ingi sé eng­in hætta búin vegna máls­ins, en rann­sókn þess er á frum­stigi.

mbl.is