Gríðarlegur vopnaburður í miðbænum

Manndráp í Rauðagerði | 11. febrúar 2022

Gríðarlegur vopnaburður í miðbænum

Skotárás var gerð á karl og konu í Grafarholti aðfaranótt föstudags og særðist fólkið nokkuð illa í árásinni. Aðeins er um ár síðan maður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði, en aukinn vopnaburður í undirheimunum og fólks almennt er áhyggjuefni, að sögn yfirlögregluþjóns.

Gríðarlegur vopnaburður í miðbænum

Manndráp í Rauðagerði | 11. febrúar 2022

Lögreglumenn eru í meiri hættu en áður, að sögn yfirlögregluþjóns.
Lögreglumenn eru í meiri hættu en áður, að sögn yfirlögregluþjóns. mbl.is/Árni Sæberg

Skotárás var gerð á karl og konu í Grafar­holti aðfaranótt föstu­dags og særðist fólkið nokkuð illa í árás­inni. Aðeins er um ár síðan maður var skot­inn til bana fyr­ir utan heim­ili sitt í Rauðagerði, en auk­inn vopna­b­urður í und­ir­heim­un­um og fólks al­mennt er áhyggju­efni, að sögn yf­ir­lög­regluþjóns.

Skotárás var gerð á karl og konu í Grafar­holti aðfaranótt föstu­dags og særðist fólkið nokkuð illa í árás­inni. Aðeins er um ár síðan maður var skot­inn til bana fyr­ir utan heim­ili sitt í Rauðagerði, en auk­inn vopna­b­urður í und­ir­heim­un­um og fólks al­mennt er áhyggju­efni, að sögn yf­ir­lög­regluþjóns.

Lög­reglu­menn upp­lifa sig í meiri hættu vegna þessa en lög­regla ber al­mennt ekki skot­vopn við störf sín.

Það ligg­ur fyr­ir að vopna­b­urður al­mennt er að aukast. „Já, þetta er það sem við erum að sjá aukn­ingu í. Eins og þenn­an gríðarlega vopna­b­urð hérna í miðbæn­um þegar fólk er að fara að skemmta sér, þá þurfa all­ir að vera með hnífa með sér eða eitt­hvað svo­leiðis, til að verja sig,“ seg­ir Mar­geir Sveins­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Mynd­ir af vopn­um birt­ar og send­ar á Face­book

Þá virðist skot­vopn­um í um­ferð einnig vera að fjölga. „Já, það er alltaf að koma upp sú staða og meiri vitn­eskja um skot­vopn. Það er meira um það.“ Þá seg­ir Mar­geir tölu­vert um að menn sé að birta eða senda mynd­ir af skot­vopn­um á Face­book, en hvort um er að ræða al­vöru­vopn eða leik­föng er ekki alltaf vitað. „Það er klárt mál að við að við erum að sjá aukn­ingu í því.“

Það er vænt­an­lega tölu­vert áhyggju­efni?

„Já al­gjör­lega, ég veit ekki hvert við erum að fara,“ seg­ir Mar­geir. Lands­lagið sé tölu­vert breytt. „Eins og það sem hef­ur verið að koma upp í síðustu mál­um hjá okk­ur þá erum við að sjá nýj­ar mynd­ir á þessu öllu sam­an, frá því sem áður var.“

Eru lög­reglu­menn þá ekki í meiri hættu en áður?

„Jú ég held að það hljóti að hald­ast í hend­ur. Það ger­ir það nátt­úru­lega, það seg­ir sig sjálft.“

Hrein og klár af­taka í Rauðagerði

Líkt og áður sagði var árás­in í fyrrinótt önn­ur skotárás­in á skömm­um tíma, en þann 13. fe­brú­ar árið 2021 var Arm­ando Beqirai skot­inn fyr­ir utan heim­ili sitt í Rauðagerði. Við aðalmeðferð máls­ins fyr­ir héraðsdómi sagði Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari að morðið hefði verið hrein og klár af­taka, en Arm­ando var skot­inn níu sinn­um, þar af tvisvar í bakið. Árás­armaður­inn var svo far­inn af vett­vangi inn­an við mín­útu síðar.

Angj­el­in Sterkaj játaði að hafa myrt Arm­ando og var hann dæmd­ur í 16 ára fang­elsi fyr­ir morðið.

mbl.is