Matt LeBlanc miður sín eftir sambandsslit

Ást í Hollywood | 15. febrúar 2022

Matt LeBlanc miður sín eftir sambandsslit

Leikarinn Matt LeBlanc úr Vinum er hættur með kærustu sinni, sjónvarpsframleiðandanum Auroru Mulligan. LeBlanc og Mulligan voru búin að vera saman í rúmlega fimm ár þegar þau hættu saman.

Matt LeBlanc miður sín eftir sambandsslit

Ást í Hollywood | 15. febrúar 2022

Matt LeBlanc stendur á tímamótum.
Matt LeBlanc stendur á tímamótum.

Leik­ar­inn Matt LeBlanc úr Vin­um er hætt­ur með kær­ustu sinni, sjón­varps­fram­leiðand­an­um Aur­oru Mulli­g­an. LeBlanc og Mulli­g­an voru búin að vera sam­an í rúm­lega fimm ár þegar þau hættu sam­an.

Leik­ar­inn Matt LeBlanc úr Vin­um er hætt­ur með kær­ustu sinni, sjón­varps­fram­leiðand­an­um Aur­oru Mulli­g­an. LeBlanc og Mulli­g­an voru búin að vera sam­an í rúm­lega fimm ár þegar þau hættu sam­an.

Fyrst frétt­ist af sam­bandi LeBlanc og Mulli­g­an árið 2016. Þá var hann stjórn­andi í breska sjón­varpsþátt­un­um Top Gear en hún framleðandi. 

„Sam­band Matts og Aur­oru hef­ur runnið sitt skeið. Það er al­veg búið,“ sagði heim­ild­armaður The Sun. Heim­ild­armaður­inn seg­ir að LeBlanc hafi tekið sam­bands­slit­un­um illa og þrátt fyr­ir ald­urs­mun­inn hafi þau átt afar vel sam­an. Þeim gekk illa að verja tímai sam­an en eft­ir að LeBlanc hætti sem kynn­ir í Top Gear fyr­ir þrem­ur árum hef­ur hann haldið til í Los Ang­eles en Mulli­g­an unnið í Bretlandi. 

Heim­ild­armaður Daily Mail seg­ir að þau hafi hætt sam­an í leyni fyr­ir mörg­um mánuðum. „Þau hafa ekki verið sam­an í meira en ár.“

mbl.is