Kynntist eiginmanninum á versta kvöldi ársins

Framakonur | 16. febrúar 2022

Kynntist eiginmanninum á versta kvöldi ársins

Ástalíf Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur gekk svo brösulega áður en hún kynntist Einari Friðrikssyni að hún ákvað að hefja leit að sálfræðingi og setja á blað allt sem hún vildi og vildi ekki hjá maka. Að sjálfsögðu fann hún þá Einar, enda er Ragnhildur Alda hugrökk, fylgin sér og mjög skemmtileg. 

Kynntist eiginmanninum á versta kvöldi ársins

Framakonur | 16. febrúar 2022

mbl.is/Arnþór Birkisson

Ástalíf Ragn­hild­ar Öldu Maríu Vil­hjálms­dótt­ur gekk svo brösu­lega áður en hún kynnt­ist Ein­ari Friðriks­syni að hún ákvað að hefja leit að sál­fræðingi og setja á blað allt sem hún vildi og vildi ekki hjá maka. Að sjálf­sögðu fann hún þá Ein­ar, enda er Ragn­hild­ur Alda hug­rökk, fylg­in sér og mjög skemmti­leg. 

Ástalíf Ragn­hild­ar Öldu Maríu Vil­hjálms­dótt­ur gekk svo brösu­lega áður en hún kynnt­ist Ein­ari Friðriks­syni að hún ákvað að hefja leit að sál­fræðingi og setja á blað allt sem hún vildi og vildi ekki hjá maka. Að sjálf­sögðu fann hún þá Ein­ar, enda er Ragn­hild­ur Alda hug­rökk, fylg­in sér og mjög skemmti­leg. 

Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur er Ragn­hild­ur Alda María Vil­hjálms­dótt­ir, fyrsti vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, haf­sjór af upp­lýs­ing­um sem hægt er að hafa að leiðarljósi í líf­inu.

Hún er með B.Sc.-gráðu í sál­fræði úr Há­skóla Íslands og M.Sc. í þjón­ust­u­stjórn­un við sama skóla sem hún nýt­ir óspart í vinn­unni í dag.

„Þetta var býsna stremb­inn vet­ur að því leyti að það var margt að ger­ast í borg­ar­stjórn á sama tíma og kór­ónu­veir­an er búin að vera víða. Þessi yf­ir­vof­andi hætta á að lenda í sótt­kví eða ein­angr­un hef­ur gert manni erfiðara fyr­ir en ella við að sinna grasrót­ar­starf­inu. Við slupp­um að vísu al­veg ótrú­lega vel síðastliðin tvö ár þar til núna í janú­ar þegar allt heim­ilið lagðist und­ir ómíkron og varð að helj­ar­inn­ar flensu­bæli í tæp­an mánuð. Þetta var eins og boðhlaup hérna; fyrst fékk Ein­ar vírus­inn og fimm dög­um síðar tók ég við kefl­inu og fimm dög­um síðar slóst Vil­hjálm­ur son­ur minn í hóp smitaðra. Við fór­um því varla út í tæp­an mánuð!“

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir gefur kost á sér í fyrsta …
Ragn­hild­ur Alda María Vil­hjálms­dótt­ir gef­ur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í maí. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Þarna varð mér ljóst að þetta væri mjög áreiðan­leg­ur maður

Ragn­hild­ur Alda og Ein­ar kynnt­ust á gaml­árs­kvöld fyr­ir nokkr­um árum.

„Eins og flest­ir ein­hleyp­ing­ar þekkja vel, þá er vart til verra kvöld til að kynn­ast ein­hverj­um. Hann mætti í gaml­ár­spartí til vin­ar míns í fylgd með öðrum sam­eig­in­leg­um vin­um okk­ar. Ég kynnti mig fyr­ir hon­um og svo töluðum við ekk­ert meira sam­an fyrr en við vor­um bæði far­in úr par­tí­inu, en þá rekst ég aft­ur á hann á Ljóm­an­um, sem var einu sinni ár­legt ára­móta­ball á Seltjarn­ar­nesi. Þar var hann ein­hvern veg­inn alltaf mér í aug­sýn. Að lok­um gaf ég mig á tal við hann, sem end­ar svo þannig að við döns­um og spjöll­um allt kvöldið eins og aldagaml­ir vin­ir. Hann sagði mér seinna meir að þetta hefði verið hans leið til að reyna við mig, sem sagt að passa að vera alltaf ná­lægt mér, sem svín­virk­ar greini­lega því ég hélt að ég hefði verið forsprakk­inn að þessu öllu sam­an. Svo var óskað eft­ir mér í eft­ir­partí þannig að ég fór á bar­inn og keypti rútu af bjór til að taka með og fyr­ir­skipaði nýja vini mín­um „að passa bjór­inn sama hvað!“ á meðan ég fyndi leigu­bíl. Hann passaði bjór­inn það vel að eng­inn í eft­ir­par­tí­inu komst í hann nema við tvö og svo tók hann jafn­vel það sem var eft­ir af bjór­rút­unni heim úr par­tí­inu. Þarna varð mér ljóst að þetta væri mjög áreiðan­leg­ur maður.“

Ástalífið ekki upp á marga fiska áður

Ann­ars hafði ásta­lífið gengið mjög brösu­lega hjá Ragn­hildi Öldu áður en hún kynnt­ist Ein­ari að henn­ar sögn.

„Svo brösu­lega jafn­vel að rétt fyr­ir þessi ör­laga­ríku ára­mót fór ég í mikla nafla­skoðun og sett­ist niður til að gera tvennt: Í fyrsta lagi hefja leit að sál­fræðingi til að ræða um or­sak­ir og lausn­ir við þessu af­leita gengi í maka­leit. Í öðru lagi gera mjög hrein­skil­inn og raun­sæj­an lista um hvaða eig­in­leik­ar væru nauðsyn­leg­ir í fari maka miðað við reynslu úr fyrri sam­bönd­um sem og sam­búðum með vin­um og hvaða eig­in­leik­ar væru óviðun­andi. Til að nefna eitt­hvað þótti mér til dæm­is nauðsyn­legt í fari maka að vera um­hyggju­sam­ur, fynd­inn, með góð gildi, hunda­vin­ur og hrein­lát­ur en taldi líka upp sér­tæk­ari atriði eins og að finn­ast ég vera fynd­in, vera æv­in­týra­gjarn og hafa gam­an af sögu­leg­um staðreynd­um í ferðalög­um, bíó­mynd­um og þátt­um og há­má­horfi al­mennt. Eig­in­leik­ar sem slógu menn af borðinu voru að vera sem dæmi öf­und­sjúk­ur, stjórn­sam­ur, þrjósk­ur, hroka­full­ur, snobbaður eða lé­leg­ur liðsmaður. Slík­um mönn­um myndi bara líða mjög illa með mér. Mik­il­væg­ast var nátt­úr­lega að mak­inn myndi bæta ein­hverju já­kvæðu við dýna­míska dúóið sem ég og Villi einka­son­ur­inn vor­um, ann­ars væri þetta bara til­gangs­laust.“

Ein­ar upp­fyllti öll fram­an­greind skil­yrði og hef­ur verið frá­bær bón­us­faðir fyr­ir son henn­ar.

Einar og Ragnhildur á brúðkaupsdaginn sinn.
Ein­ar og Ragn­hild­ur á brúðkaups­dag­inn sinn. Ljós­mynd/​Laimon­as Dom Baranauska

Lærði á harka­leg­an hátt að full­komn­un virk­ar ekki

Parið gifti sig síðasta sum­ar, viku eft­ir að all­ar sótt­varna­tak­mark­an­ir voru felld­ar úr gildi á ein­um mesta sól­ar­degi sum­ars­ins.

Hvernig var að plana brúðkaup? „Það er þokka­leg áskor­un al­mennt, hvað þá þegar það er eng­in leið að vita hvort allt fari í vaskinn vegna kór­ónu­veirutak­mark­ana eða ekki.

Svo kom upp stórt verk­efni hjá mér sam­hliða borg­ar­stjórn­ar­vinn­unni og brúðkaupsund­ir­bún­ingn­um þannig að við höfðum mun naum­ari tíma en lagt var upp með og þá þurfti maður bara að aðlaga sig og láta af svona ónauðsyn­legri kröf­un­um eins og að vera í mínu besta formi og fleira slíkt sem hef­ur meira að gera með hé­gómann en eitt­hvað bita­stætt. Heilt yfir var þessi reynsla bara enn meiri sönn­un þess að ég væri með rétt­an mann mér við hlið. Því þetta reyn­ir klár­lega á sam­skipt­in í sam­band­inu, en þrátt fyr­ir naum­an tíma, yf­ir­vof­andi tak­mark­an­ir og mikið stress unn­um við mjög vel sam­an að þessu og allt gekk snurðulaust fyr­ir sig. Ég er enn í dag að furða mig á því hversu vel þetta heppnaðist, satt best að segja.“

Hvernig geng­ur að vera frama­kona, mamma og eig­in­kona?

„Ég myndi segja að fyrsta regl­an í þessu væri að taka ófull­komn­leik­ann í sátt, bæði í sjálf­um sér og um­hverfi sínu. Ég eignaðist hann Villa minn frek­ar ung eða tví­tug og var mjög æst í að sýna öll­um að þetta myndi sko ekk­ert hægja á mér. Ég fór í al­gjör­an yf­ir­snún­ing til að sanna þetta, hóf fullt nám ásamt því að vinna um helg­ar og sinna heim­il­is­vakt­inni. Fyr­ir vikið var ég ekki lengi að keyra mig í kaf, sem endaði með því að ég þurfti að hætta í Há­skóla Íslands og minnka mikið við mig vinnu á meðan ég náði mér á strik aft­ur. Þetta er ein sú mik­il­væg­asta og besta lífs­reynsla sem ég hef lent í, því þetta breytti viðhorf­inu mínu al­veg, en ég held því fram að því fyrr sem maður lend­ir í því að missa allt niður um sig á lífs­leiðinni því betra. Þetta eru svo dýr­mæt­ar lex­í­ur út í lífið.

Ég sneri al­veg við blaðinu og fór að æfa mig stíft í því að sýna sjálfri mér mildi og skiln­ing, sem og að vera meðvituð um og passa upp á jarðteng­ing­una. Það er svo oft þannig að við ber­um okk­ur sam­an við hug­mynd­ir annarra um ár­ang­ur og far­sæld í þeirra lífi þegar sann­leik­ur­inn er sá að við erum öll mjög mis­mun­andi og það starf, áhuga­mál eða fjöl­skyldu­mynst­ur sem veit­ir ein­hverj­um ein­um lífs­fyll­ingu er ekki endi­lega upp­byggi­legt eða ánægju­legt fyr­ir mig og öf­ugt. Þess vegna er best að spegla sig sem minnst í öðrum held­ur reyna að venja sig á að hugsa: Hvað finnst þér gef­andi og skemmti­legt að taka þér fyr­ir hend­ur? Hvað tel­ur þú vera þrosk­andi reynslu fyr­ir þitt lífs­ferðalag? Síðast en ekki síst: hvaða hvers­dags­legi hlut­ur eða upp­lif­un gleður þig? Þegar maður er kom­inn með þetta nokk­urn veg­in á hreint verður verk­efna­list­inn aðeins ein­fald­ari finnst mér. Af því að þá er maður að setja áherslu á sín­ar eig­in þarf­ir, ekki hug­mynd­ir okk­ar um það sem okk­ur finnst við eiga að vilja og þurfa. Það er full­kom­lega of­metið að elt­ast við að ná ein­hverj­um óljós­um virðing­arstalli í sam­fé­lag­inu og full­kom­lega van­metið að rækta tengsl­in við um­hverfi sitt, sína nán­ustu og sjálf­an sig. Það síðar­nefnda er horn­steinn ham­ingj­unn­ar ólíkt því fyrr­nefnda.“

Hvers­dags­legu hlut­irn­ir sem gleðja mest

Ragn­hild­ur er fús til þess að læra eitt­hvað nýtt reglu­lega og rann­saka erfiðar spurn­ing­ar.

„Sér­stak­lega ef það er góður málstaður að baki. Mér finnst mjög spenn­andi að fá eitt­hvert krefj­andi vanda­mál í hend­urn­ar og finna sniðugar lausn­ir. Ég hef gam­an af því að tala við fólk, kynn­ast því og þeirra heim­sýn, en heilt yfir þykir mér bara mjög gef­andi að vera fólki inn­an hand­ar og styðja við það á sinni lífs­leið. Hvers­dags­leg­ir hlut­ir sem veita mér ánægju eru til dæm­is göngu­túr­ar með hund­inn, eft­ir­rétt­ir og að elda og borða með fjöl­skyld­unni. Þá er bara gald­ur­inn að reyna að finna ein­hverja vinnu eða verk­efni þar sem ég fæ að færa þetta í nyt og svo for­gangsraða tíma fyr­ir hvers­dags­legu hlut­ina sem gleðja.“

Það skipt­ir hana miklu máli að láta ekki verk­efn­in stjórna líf­inu.

„Áður fyrr var ég alltaf að skamm­ast í sjálfri mér þegar heim­ilið var í ein­hverri óreiðu og bauð ekki fólki heim nema allt væri frá­gengið og hreint. Núna fær draslið mitt að safn­ast upp í friði fyr­ir mér ef ég hef ekki tíma eða orku til að gera eitt­hvað í því. Það er líka gott að muna að það eru gæðin en ekki magnið sem skipt­ir máli. Þetta á líka við sam­ver­una með börn­un­um. Þegar það kem­ur tíma­bil þar sem maður er enda­laust á hlaup­um, þá bara passa gæði sam­veru­stund­anna frek­ar.

Mamma kenndi mér líka hell­ing af góðum ráðum en rauði þráður­inn í þeim er bara út­hýs­ing. Ekki reyna að baka allt sjálf; bara kaupa köku í Krón­unni fyr­ir skóla­skemmt­un­ina. Sleppa ein­hverj­um stór­um kostnaðarlið og kaupa frek­ar léttþrif í eitt skipti í staðinn. Stund­um er bara best að taka allt al­menna óhreina tauið, setja það í svart­an rusla­poka og borga nokkra þúsund­kalla fyr­ir þvott og fá þetta allt straujað og sam­an­brotið til baka. Ég hef lengst af verið í námi og því náms­manna­blönk og verið treg til að nýta mér þetta en núna þegar maður er kom­inn í vinnu geri ég þetta óspart. Annað, sem ég lærði af pabba, er um leið og maður kem­ur heim úr vinn­unni að skipta úr betri föt­un­um yfir í heima­föt­in. Það fer bet­ur með flík­urn­ar auk þess sem þær end­ast leng­ur hrein­ar.“

Virði mann­eskj­unn­ar kem­ur ekki úr vinn­unni

Að mati Ragn­hild­ar Öldu erum við aldrei of oft áminnt um hvaðan virði okk­ar sem mann­eskj­ur kem­ur.

„Virði okk­ar verður ekki verðlagt út frá stöðu, stétt eða mennt­un og virði okk­ar er ekki bundið í þeim áföng­um sem við ljúk­um, plön­um eða verk­efn­um sem við tök­um að okk­ur eða þá hlut­un­um sem við um­kringj­um okk­ur með. Virði okk­ar stend­ur óháð þessu. Það er þjón­usta okk­ar við aðra, sama hversu lít­il­fjör­leg hún kann að vera, skiln­ing­ur­inn, góðmennsk­an og hlýj­an sem reyn­ist oft sú þúfa er velt­ir þyngsta hlass­inu. Ég held að það sé mik­il­vægt að muna það.

Föður­amma mín var tákn­mynd þessa. Hún var heima­vinn­andi hús­móðir og sauma­kona sem var hvorki spreng­menntuð né með margra blaðsíðna fer­il­skrá en naut ótrú­lega mik­ill­ar virðing­ar í bæn­um sín­um. Flest­ir þekktu ömmu og áttu sín­ar sög­ur af henni. Sög­urn­ar voru ým­ist af því þegar fólk var að láta sauma eða laga ein­hverj­ar flík­ur hjá henni og þótti svo vænt um tím­ann sinn með ömmu, en hún hafði ein­stakt lag á því að draga fram það besta í manni og hjálpa manni að sjá fram úr vanda­mál­un­um þegar maður hafði gert ein­hverja skyssu. Aðra hafði amma haft í fæði heilu sumr­in eða svo gott sem tekið í fóst­ur í mis­lang­an tíma, hún hafði greini­lega líka hlaupið margoft til að létta und­ir með fólk­inu í bæn­um þegar eitt­hvað kom upp á, einnig var hún þekkt fyr­ir að baka fyr­ir fjöld­ann all­an af veisl­um hjá fólki. Amma hafði markverð áhrif á líf fjölda fólks með þess­ari um­hyggju­semi sinni, sem henni fannst svo hvers­dags­leg, en hún var líka hand­viss um að þetta væri lyk­ill­inn að lang­lífi sínu. Allt þetta fólk og umstang. – Það og að kunna að hlæja að sjálf­um sér og skyss­un­um sín­um og alls ekki taka sig of al­var­lega, þetta fannst henni mjög mik­il­vægt. Ég reyni að hafa þetta alltaf bak við eyrað en Alda amma er klár­lega stór fyr­ir­mynd í mínu lífi.“

mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Þær voru mun háðari því að eig­inmaður­inn væri ekki fífl

Þegar mál­efni femín­isma ber á góma og stöðu kon­unn­ar, þar sem við marg­ar þekkj­um það að vera ald­ar upp í miðri bylt­ing­unni, hæf­ar til vinnu en ekki eins góðar í hjóna­bandi, seg­ist hún tengja við það.

„Ég tengi vel við þetta en mamma er gall­h­arður femín­isti og ól okk­ur systkin­in þannig upp. Hún var sjálf alin upp af ein­stæðri móður sem var al­gjört hörku­tól og var í tveim­ur vinn­um til að sjá fyr­ir heim­il­inu. Kon­ur af þeirra kyn­slóðum voru auðvitað mun háðari því að eig­inmaður­inn væri ekki fífl því ann­ars var mik­il hætta á að þær sætu uppi alls­laus­ar með skuld­ir eig­in­mann­anna, börn­in mest­megn­is á sinni könnu, minni dag­gæslu og tekju­mögu­leika. Ég held að erfiðleik­ar þess­ara kyn­slóða kvenna lifi enn í þjóðarsál­inni því sam­fé­lagið kenn­ir kon­um beint og óbeint að passa vel upp á sig ennþá og vera ekki of ber­skjaldaðar gagn­vart mak­an­um.

Ég held að marg­ar kon­ur og jafn­vel karl­ar upp­lifi þetta, að eiga erfitt með að sýna mak­an­um veika blett­inn af ótta við að minnka í aug­um viðkom­andi. Í mín­um fyrri sam­bönd­um átti ég oft erfitt með að biðja um aðstoð eða sýna viðkvæm­ar hliðar. Mér fannst ég alltaf þurfa að vera sterk, dug­leg og geta allt. Ég lærði loks með herkj­um að þetta væri mjög ósjálf­bært til lengd­ar auk þess sem þá er maður að halda mak­an­um alltaf í ákveðinni fjar­lægð og svipta sjálf­an sig því tæki­færi að byggja upp skil­yrðis­laust traust í sam­band­inu. Ég var því kom­in með allt aðra heim­speki í sam­bands­mál­un­um þegar ég kynnt­ist Ein­ari.

Í stuttu máli er heim­spek­in sú að það að stofna til sam­bands er í raun eins og að stofna og reka fyr­ir­tæki sam­an, sem hljóm­ar mjög óróm­an­tískt vissu­lega en er þó keim­líkt ef maður spá­ir í það. Þið ákveðið að leggja bæði tíma og vinnu í sam­bandið, því næst kaupið þið eign eða leigið hús­næði und­ir starf­semi sam­bands­ins, þar sem þið leggið bæði fjár­hags­lega til heim­il­is­halds­ins, skiptið með ykk­ur verk­efn­um og takið ákv­arðanir um um­svif sam­bands­ins. Þetta er ákveðið fyr­ir­tæki í sjálfu sér.

Fyrsta ár sam­bands­ins er fólk svo að móta sín á milli ákveðnar upp­hafs­leik­regl­ur. Svo er bara að gera sam­eig­in­lega stefnu og aðgerðaáætl­un og end­ur­skoða þær þess á milli svo þær falli að mark­miðum sam­bands­ins. Það er mik­il­vægt að vera raun­sær á það hvernig styrk­leik­ar beggja nýt­ast sam­band­inu best og haga verk­efna­skipt­ing­unni eft­ir því.“

Bæði faðir Ragn­hild­ar Öldu og afi voru dug­leg­ir að taka til hend­inni heima fyr­ir.

„Afi var mikið úti­vinn­andi og amma var heima­vinn­andi þannig að hún sá um mest heima, en alltaf þegar hann var heima þá bara gekk hann í öll þessi verk og fleiri óum­beðinn og létti und­ir með henni. Pabbi hef­ur svo alltaf verið svona aðal­kokk­ur­inn á heim­il­inu og mamma séð um hátíðarmat­inn frek­ar, hann er einnig mjög iðinn við frá­gang og þrif heima ásamt ýms­um heim­il­is­verk­um. Ég er því alin upp við menn sem deila álagi þriðju vakt­ar­inn­ar til jafns með kon­un­um og myndi seint una öðru held ég.“

Berst fyr­ir rétt­ind­um heim­il­is­lausra kvenna

Ragn­hild­ur Alda er ein þeirra sem bar­ist hafa fyr­ir neyðar­at­hvarfi fyr­ir heim­il­is­laus­ar kon­ur.

„Ég lagði fram til­lögu um að setja aft­ur á lagg­irn­ar sams kon­ar neyðar­at­hvarf fyr­ir heim­il­is­laus­ar kon­ur og var komið á í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. Þá kostaði ríkið at­hvarfið og Reykja­vík­ur­borg sá um að reka það. Þetta at­hvarf hafði þá sér­stöðu að það líkt­ist meira stúd­enta­görðum með sól­ar­hrings­stuðning en hefðbundnu neyðar­skýli þar sem því var ekki lokað yfir dag­inn og kon­urn­ar höfðu sér­her­bergi með sérbaðhergi. Þær gátu því ráðið hvernig þær höguðu sín­um degi, þurftu ekki að ótt­ast að ein­hver tæki eig­ur þeirra og gátu baðað sig í ein­rúmi. Þetta skipti sköp­um fyr­ir kon­urn­ar en í kjöl­far lok­un­ar úrræðis­ins fóru þær all­ar áfram í var­an­legt fram­haldsúr­ræði, sem er 100% ár­ang­ur! Gald­ur­inn var fólg­inn í því að kon­urn­ar fengu aðlög­un­ar­tíma í stuðnings­ríku um­hverfi þar sem þær upp­lifðu sig við stjórn­völ­inn. Því miður var til­laga mín og Sjálf­stæðis­flokks­ins ekki samþykkt í borg­ar­stjórn af meiri­hlut­an­um held­ur vísað inn í vel­ferðar­nefnd og þaðan inn í stýri­hóp­inn um end­ur­skoðun aðgerðaáætl­un­ar um mál­efni heim­il­is­lausra. Ég er þó hvergi nærri dott­in af baki og held áfram að tala fyr­ir henni þar.“

Hvað kom á óvart í þess­ari vinnu?

„Það var helst tvennt sem kom mér veru­lega á óvart. Fyrst það hversu stórt þjón­ustugat er á milli rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga gagn­vart þess­um hópi. Oft er um að ræða ein­stak­linga sem eru veru­lega and­lega og lík­am­lega veik­ir ásamt því að vera í virkri fíkn. Þyngri ein­stak­ling­arn­ir þar af lenda svo oft í því að vera heita kart­afl­an sem á hvergi sam­astað og eng­inn vill taka að sér að þjón­usta al­menni­lega. Það aðgerðal­eysi leiðir svo bara af sér meiri kostnað ann­ars staðar í kerf­inu, hvort sem það er þörf á dýr­ari lækn­isþjón­ustu en ella eða fleiri heim­sókn­ir á bráðamót­töku eða til lög­reglu.

Hitt var það sem ég myndi kalla mjög þrönga túlk­un á „Hús­næði fyrst“-stefn­unni sem borg­in fylg­ir og kall­ast á ensku „Hous­ing first“. Sú stefna er mjög flott og byggð á því að ör­uggt þak yfir höfuðið sé horn­steinn þess að fólk í virkri fíkn geti náð bata. Rann­sókn­ir hafa stutt við þessa kenni­setn­ingu. Borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans hafa hins veg­ar lýst því yfir að stefna borg­ar­inn­ar til langs tíma sé sú að það eigi ekki að vera nein þörf á neyðar­at­hvörf­um, það verði bara þannig að all­ir séu með hús­næði. Þarna finnst mér meiri­hlut­inn vera með þröng­sýna nálg­un á Hús­næði fyrst því það dug­ar ekki eitt og sér að byggja smá­hýsi eða koma fólki í fé­lags­lega íbúð, af­henda lyk­il­inn og segja gangi þér vel. Jafn­vel með reglu­legu inn­liti frá stuðningsaðilum get­ur það reynst fólki sem er mjög veikt fyr­ir ofviða að halda eigið heim­ili. Sér­stak­lega ef viðkom­andi er bú­inn að vera lengi á ver­gangi og er mjög illa á sig kom­inn. Fólk get­ur þannig lent í því að vera sett í stöðu þar sem gerðar eru of mikl­ar kröf­ur til þess. Svo kannski miss­ir það íbúðina eða húsið og sjálfs­álitið brotn­ar í enn fleiri mola en áður og borg­in er ólík­legri til að reyna aft­ur. Þar að auki er líka fólk í þess­um hópi sem er ekki heim­il­is­laust held­ur að flýja heim­ili sitt vegna of­beld­is. Neyðar­at­hvörf eru því mjög mik­il­væg sem lágþrösk­ulda­úr­ræði og fyrsti viðkomu­staður fyr­ir þá sem eru ekki til­bún­ir fyr­ir fram­haldsúr­ræði.

Það sem til­lag­an mín legg­ur svo til er að út­færa neyðar­at­hvörf þannig að þau bæði grípi fólk beint af göt­unni en virki líka til að vald­efla og aðstoða fólk við að aðlag­ast sjálf­stæðri bú­setu.“

mbl.is