Óljóst hvaðan fjármagn Andrésar kemur

Kóngafólk | 16. febrúar 2022

Óljóst hvaðan fjármagn Andrésar kemur

Vangaveltur eru uppi um hvernig Andrés Bretaprins ætlar að fjármagna samkomulagið sem hann gerði við Virginiu Giuffre, sem sakaði hann að hafa brotið þvívegis á sér kynferðislega þegar hún var 17 ára. 

Óljóst hvaðan fjármagn Andrésar kemur

Kóngafólk | 16. febrúar 2022

Samsett mynd af Andrési og Giuffre.
Samsett mynd af Andrési og Giuffre. AFP

Vanga­velt­ur eru uppi um hvernig Andrés Bretaprins ætl­ar að fjár­magna sam­komu­lagið sem hann gerði við Virg­iniu Giuf­fre, sem sakaði hann að hafa brotið því­veg­is á sér kyn­ferðis­lega þegar hún var 17 ára. 

Vanga­velt­ur eru uppi um hvernig Andrés Bretaprins ætl­ar að fjár­magna sam­komu­lagið sem hann gerði við Virg­iniu Giuf­fre, sem sakaði hann að hafa brotið því­veg­is á sér kyn­ferðis­lega þegar hún var 17 ára. 

Andrés samþykkti að greiða henni ótil­greinda upp­hæð og að láta fé af hendi rakna til góðgerðasam­taka henn­ar sem styðja þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is. Í staðinn fer málið ekki fyr­ir dóm. Her­tog­inn af York viður­kenndi að Giuf­fre hafi beðið skaða sem fórn­ar­lamb mis­notk­un­ar en viður­kenndi ekki eig­in sök. Hann hef­ur ávallt neitað því að hafa brotið á henni.

Banda­ríski lögmaður­inn Lisa Bloom sagði sam­komu­lagið vera mik­inn sig­ur fyr­ir Giuf­fre. „Þetta er mik­ill sig­ur fyr­ir Virg­iniu,“ sagði Bloom, sem er verj­andi þó nokk­urra fórn­ar­lamba barn­aníðings­ins Jef­frey Ep­stein, sem framdi sjálfs­víg í fang­elsi er hann beið dóms. Hún bætti við að um væri að ræða sig­ur fyr­ir „venju­legt fólk...sem stend­ur upp í hár­inu á þeim sem eru rík­ir og valda­mikl­ir.“

Andrés Bretaprins árið 2019.
Andrés Bretaprins árið 2019. AFP

Í sam­komu­lag­inu kem­ur fram að Andrés sjái eft­ir vináttu sinni við Ep­stein. Áður hafið hann sagði í þætt­in­um BBC Newsnig­ht árið 2019 að hann gerði það ekki.

Ekk­ert kem­ur aft­ur á móti fram um upp­hæð greiðslunn­ar sem hann inn­ir af hendi. Því hef­ur verið velt upp að hún gæti hlaupið á millj­ón­um punda, eða hundruð millj­óna króna. Sömu­leiðis er óljóst hvaðan greiðslurn­ar munu koma.

Her­tog­inn af York fær líf­eyri frá kon­ung­lega sjó­hern­um auk reglu­legr­ar greiðslu frá sjóði drottn­ing­ar­inn­ar, Duc­hy of Lanca­ster.

„Það er lík­legt að ein­hverj­ir muni krefjast þess að vita hvaðan greiðslan kem­ur. Kem­ur hún úr op­in­ber­um- eða einka­sjóðum?“ sagði lögmaður­inn Kate Macbnab við BBC.

Andrés í janúar 2020.
Andrés í janú­ar 2020. AFP

Gra­ham Smith, úr sam­tök­un­um Repu­blic sem eru and­víg breska kon­ungs­veld­inu, sagði að skatt­greiðend­ur eigi rétt á því að vita hvaðan pen­ing­arn­ir vegna sam­komu­lags­ins koma.

Gloria All­red, banda­rísk­ur lögmaður, sem hef­ur varið fórn­ar­lömb Ep­steins sagði að yf­ir­lýs­ing­in sem var gef­in út vegna sam­komu­lags­ins væri „loðin“ og að hún hljóti að hafa verið „vand­lega sam­in“.

„Það er ljóst að prins­inn er ekki að viður­kenna að hann hafi nokkuð brotið af sér,“ sagði hún.

„Það er áhuga­vert að hann seg­ir að hún hafi borið skaða sem fórn­ar­lamb mis­notk­un­ar en hvað þýðir það? Hann seg­ir ekki hver mis­notaði hana, hann tal­ar ekki um kyn­ferðis­lega mis­notk­un, hann tal­ar ekki um að hann hafi komið ná­lægt henni og hann seg­ir ekki hvenær þetta gerðist.“

Ekið með Andrés í janúar síðastliðnum.
Ekið með Andrés í janú­ar síðastliðnum. AFP

All­red sagði að „stríðinu á milli þeirra tveggja...muni ljúka núna“, en bætti við að mögu­leik­inn sé fyr­ir hendi að Giuf­fre beri vitni í öðrum mál­um í framtíðinni.

Hún bætti við að sam­komu­lag á borð við þetta geti ekki sett það skil­yrði að sá sem legg­ur fram ásök­un­ina verði fram­veg­is þög­ull í dóms­kerf­inu.

„Með öðrum orðum þá gæti hún rætt við yf­ir­völd. Sak­sókn­ari gæti ákveðið að leggja fram kæru um glæp­sam­legt at­hæfi og þar gæti Virg­ina verið kölluð fram sem vitni.“

Andrés í apríl í fyrra.
Andrés í apríl í fyrra. AFP
mbl.is