Góðvild dansar með Ægi og Huldu

Hulda Björk Svansdóttir | 25. febrúar 2022

Góðvild dansar með Ægi og Huldu

Ásdís Arna Gottskálksdóttir, formaður Góðvildar, og Sigurður Hólmar Jóhannesson framkvæmdastjóri samtakanna, stigu léttan dans með Ægi Þór og móður hans Huldu Björk Svansdóttir í dag. 

Góðvild dansar með Ægi og Huldu

Hulda Björk Svansdóttir | 25. febrúar 2022

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ásdís Arna Gott­skálks­dótt­ir, formaður Góðvild­ar, og Sig­urður Hólm­ar Jó­hann­es­son fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, stigu létt­an dans með Ægi Þór og móður hans Huldu Björk Svans­dótt­ir í dag. 

    Ásdís Arna Gott­skálks­dótt­ir, formaður Góðvild­ar, og Sig­urður Hólm­ar Jó­hann­es­son fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, stigu létt­an dans með Ægi Þór og móður hans Huldu Björk Svans­dótt­ir í dag. 

    „Siggi og Ásdís eru fólkið á bak við Góðvild stuðnings­fé­lag lang­veikra barna og eru að gera heim­inn betri alla daga. Þau hafa verið mín­ir stærstu stuðningsaðilar síðustu ár og hafa m.a. stutt við mig með því að hjálpa mér að gera vit­und­ar­vakn­ing­ar mynd­bönd um Duchenne og eru núna að styðja við stærsta verk­efnið mitt hingað til sem er Ein­stakt ferðalag sem er ein­mitt í eft­ir­vinnslu og mun koma út síðar á ár­inu,“ skrif­ar Hulda sem hef­ur unnið að því að efla vit­und um vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Duchenne sem son­ur henn­ar Ægir er með. 

    „Siggi og Ásdís eru full­komið dæmi um hvað hægt er að gera ef maður hef­ur ástríðu, fal­legt hjarta og þraut­seigju að vopni. Á hverju ári styðja þau við fjöl­skyld­ur lang­veikra barna með ýms­um hætti og gefa m.a.hjálp­ar­tæki til Barna­spítala Hrings­ins og Kletta­skóla og Arn­ar­skóla sem eru skól­ar fyr­ir börn með sérþarf­ir. Þau hafa skapað vett­vang fyr­ir fræðslu um sjald­gæfa sjúk­dóma og rétt­inda­mál lang­veikra barna með því að búa til Spjallið á Vísi.is, viðtalsþátt þar sem rætt er við bæði fag­fólk, for­eldra lang­veikra barna og alla þá sem hafa ein­hverja teng­ingu við sjald­gæfa sjúk­dóma.

    Starf þeirra er óeig­ingjarnt og aðdá­un­ar­vert og þau eru mér mikl­ar fyr­ir­mynd­ir á hverj­um degi. Hugsið ykk­ur, þau eru bara venju­leg­ir for­eldr­ar sem fóru af stað að berj­ast fyr­ir barnið sitt og sjáið hversu miklu þau hafa áorkað. Ég er þeim óend­an­lega þakk­lát fyr­ir stuðning­inn og allt sem þau eru að gera. Mér finnst svo ótrú­lega viðeig­andi og geggjað að birta þetta mynd­band í dag þar sem dag­ur sjald­gæfra sjúk­dóma er næst­kom­andi mánu­dag þann 28.fe­brú­ar.

    Ég vona að þið takið snún­ing með okk­ur, það er ekki hægt annað en að smit­ast af dans­gleðinni hjá þeim Ásdísi og Sigga vin­um okk­ar. Endi­lega deilið þessu mynd­bandi og döns­um hatrið og nei­kvæðnina burt úr heim­in­um, döns­um inn kær­leik­ann. Setj­um alla ork­una okk­ar á ljósið og kær­leik­ann og þá verður heim­ur­inn betri. Lát­um kær­leik­ann ber­ast til Úkraínu, til heims­ins og inn í hjarta allra leiðtoga og biðjum fyr­ir frið í heim­in­um,“ skrif­ar Hulda.

    mbl.is