Heppin að hafa fundið ástina

George Clooney | 5. mars 2022

Heppin að hafa fundið ástina

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney er ein 12 kvenna sem voru valdar konur ársins af tímaritinu TIME. Clooney segir eiginmann sinn, Hollywoodstjörnuna George Clooney, veita sér mikinn innblástur og reynir að nýta athyglina til góðs. 

Heppin að hafa fundið ástina

George Clooney | 5. mars 2022

George Clooney og Amal Clooney.
George Clooney og Amal Clooney. AFP

Mann­rétt­inda­lög­fræðing­ur­inn Amal Cloo­ney er ein 12 kvenna sem voru vald­ar kon­ur árs­ins af tíma­rit­inu TIME. Cloo­ney seg­ir eig­in­mann sinn, Hollywood­stjörn­una Geor­ge Cloo­ney, veita sér mik­inn inn­blást­ur og reyn­ir að nýta at­hygl­ina til góðs. 

Mann­rétt­inda­lög­fræðing­ur­inn Amal Cloo­ney er ein 12 kvenna sem voru vald­ar kon­ur árs­ins af tíma­rit­inu TIME. Cloo­ney seg­ir eig­in­mann sinn, Hollywood­stjörn­una Geor­ge Cloo­ney, veita sér mik­inn inn­blást­ur og reyn­ir að nýta at­hygl­ina til góðs. 

„Hjóna­bandið hef­ur verið ynd­is­legt. Eig­inmaður minn er mér ótrú­leg­ur inn­blást­ur og er stuðnings­rík­ur. Við eig­um heim­ili sem er fullt af ást og hlátri,“ seg­ir hinn 44 ára gamla Cloo­ney í viðtal­inu. Cloo­ney á tví­bur­ana Ellu og Al­ex­and­er sem verða fimm ára á þessu ári með eig­in­manni sín­um. „Þetta er meiri ham­ingja en ég hefði nokkru sinni getað ímyndað mér. Mér finnst ég svo hepp­in að hafa fundið ást í lífi mínu og verða móðir,“ sagði Cloo­ney sem seg­ir fjöl­skyldu­lífið hjálpa sér að halda jafn­vægi. 

Cloo­ney var þekkt­ur lög­fræðing­ur áður en hún kynnt­ist Geor­ge Cloo­ney en eft­ir að þau gift­ust hef­ur hún verið enn meira í kast­ljósi fjöl­miðla og ekki bara vegna starfa sinna. Hún seg­ist nýta at­hygl­ina til þess að beina sjón­um fólks að mik­il­væg­um mál­efn­um og það geti komið skjól­stæðing­um henn­ar til góðs. „Ég get ekki gert mikið í því þegar frétt­ir af vinnu­viðburðum fjalla um eitt­hvað sem kem­ur mál­inu ekk­ert við. Þar sem ég get ekki stjórnað því reyni ég að hugsa ekki um það og held áfram með vinn­una og líf mitt,“ seg­ir lög­fræðing­ur­inn.

View this post on In­sta­gram

A post shared by TIME (@time)



mbl.is