Þráir að stofna fjölskyldu með unnustanum

Britney Spears | 5. mars 2022

Þráir að stofna fjölskyldu með unnustanum

Söngkonan Britney Spears sendi unnusta sínum, Sam Asghari, ástúðlega kveðju í tilefni af 28 ára afmæli hans á dögunum. Spears óskaði Asghari til hamingju með daginn á Instagram og lét mynd af þeim tveimur fylgja með kveðjunni þar sem parið stóð vel uppábúið og horfði á sólsetrið.

Þráir að stofna fjölskyldu með unnustanum

Britney Spears | 5. mars 2022

Britney Spears og Sam Asghari eru hamingjusöm.
Britney Spears og Sam Asghari eru hamingjusöm. Skjáskot/Instagram

Söng­kon­an Brit­ney Spe­ars sendi unn­usta sín­um, Sam Asghari, ástúðlega kveðju í til­efni af 28 ára af­mæli hans á dög­un­um. Spe­ars óskaði Asghari til ham­ingju með dag­inn á In­sta­gram og lét mynd af þeim tveim­ur fylgja með kveðjunni þar sem parið stóð vel upp­á­búið og horfði á sól­setrið.

Söng­kon­an Brit­ney Spe­ars sendi unn­usta sín­um, Sam Asghari, ástúðlega kveðju í til­efni af 28 ára af­mæli hans á dög­un­um. Spe­ars óskaði Asghari til ham­ingju með dag­inn á In­sta­gram og lét mynd af þeim tveim­ur fylgja með kveðjunni þar sem parið stóð vel upp­á­búið og horfði á sól­setrið.

„Til ham­ingju með af­mælið elsku besti unnusti minn. Ég elska þig svo mikið. Ég vil stofna fjöl­skyldu með þér. Ég vil gera allt með þér,“ skrifaði Spe­ars við mynda­færsl­una. Spe­ars hef­ur áður tjáð sig um löng­un­ina til barneigna með Asghari en með hækk­andi aldri geta barneign­ir orðið vanda­sam­ari. Það er enn góður mögu­leiki fyr­ir Spe­ars og Asghari að eign­ast barn á næstu miss­er­um þrátt fyr­ir að hún sé orðin fer­tug. Fréttamiðill­inn Daily Mail greindi frá.

Það hrygg­ir hana mjög að hafa verið frels­is­skert og und­ir for­sjá föður síns í heil 13 ár, á meðan hún var á barneign­ar­aldri. Barneign­ar­ald­ur hef­ur farið hækk­andi í þróuðum lönd­um síðustu ár og kon­ur lík­legri en áður til að eign­ast börn upp úr fer­tugs­aldr­in­um.  

Brit­ney Spe­ars á tvo ung­lings­drengi úr fyrra hjóna­bandi sínu við Keven Federl­ine: Sean Prest­on, 16 ára og Jayd­en, 15 ára. Ástar­ævin­týri Spe­ars og Asghar­is hófst árið 2016 en þau inn­sigluðu ást­in með trú­lof­un á síðasta ári.

mbl.is