Alveg agndofa yfir viðtökunum á Díönu

Kóngafólk | 7. mars 2022

Alveg agndofa yfir viðtökunum á Díönu

Leikkonan Kristen Stewart hlaut Óskarstilnefningu fyrir túlkun sína á Díönu prinsessu í myndinni Spencer. Tilnefningin kom henni mjög mikið á óvart en leikkonan segir að hún hafi aldrei komist nálægt Óskarnum áður. 

Alveg agndofa yfir viðtökunum á Díönu

Kóngafólk | 7. mars 2022

Kristen Stewart.
Kristen Stewart. AFP

Leik­kon­an Kristen Stew­art hlaut Óskarstil­nefn­ingu fyr­ir túlk­un sína á Díönu prins­essu í mynd­inni Spencer. Til­nefn­ing­in kom henni mjög mikið á óvart en leik­kon­an seg­ir að hún hafi aldrei kom­ist ná­lægt Óskarn­um áður. 

Leik­kon­an Kristen Stew­art hlaut Óskarstil­nefn­ingu fyr­ir túlk­un sína á Díönu prins­essu í mynd­inni Spencer. Til­nefn­ing­in kom henni mjög mikið á óvart en leik­kon­an seg­ir að hún hafi aldrei kom­ist ná­lægt Óskarn­um áður. 

„Ég er mjög hissa og ótrú­lega þakk­lát og bara agndofa,“ sagði Stew­art á rauða dregl­in­um á Spi­rit verðlaun­un­um á sunnu­dag­inn á vef ET. „Ég elska þessa mynd.“

„Ég var að hitta leik­stjóra Spencer [Pablo Larraín] í fyrsta sinn síðan við frétt­um af til­nefn­ing­unni,“ sagði leik­kon­an. Bara það að sjá svip­inn og bros leik­stjór­ans gladdi Stew­art ótrú­lega mikið þar sem fólkið á bak við mynd­ina lagði svo mikla vinnu í hana. 

Stew­art seg­ist aldrei hafa kom­ist ná­lægt því að hafa fengið til­nefn­ingu. „Svo þessi upp­lif­un, jafn­vel án til­nefn­ing­ar­inn­ar hefði verið ótrú­leg.“

Kristen Stewart sem Díana prinsessa.
Kristen Stew­art sem Dí­ana prins­essa.
mbl.is