Ráfaðu um eins og Louboutin í Lissabon

Borgin mín | 8. mars 2022

Ráfaðu um eins og Louboutin í Lissabon

Franski skóhönnuðurinn Christian Louboutin heldur heimili í Lissabon en hann á þrjú hús í Portúgal og segir borgina vera í miklu uppáhaldi. Maðurinn á bak við pinnahælana með rauðu sólunum sagði frá leyndardómum borgarinnar í viðtali á vef Condé Nast Traveller.

Ráfaðu um eins og Louboutin í Lissabon

Borgin mín | 8. mars 2022

Christian Louboutin þekkir Lissabon eins og lófan á sér enda …
Christian Louboutin þekkir Lissabon eins og lófan á sér enda býr hann að hluta til í borginni. AFP

Franski skó­hönnuður­inn Christian Lou­bout­in held­ur heim­ili í Lissa­bon en hann á þrjú hús í Portúgal og seg­ir borg­ina vera í miklu upp­á­haldi. Maður­inn á bak við pinna­hæl­ana með rauðu sól­un­um sagði frá leynd­ar­dóm­um borg­ar­inn­ar í viðtali á vef Condé Nast Tra­vell­er.

Franski skó­hönnuður­inn Christian Lou­bout­in held­ur heim­ili í Lissa­bon en hann á þrjú hús í Portúgal og seg­ir borg­ina vera í miklu upp­á­haldi. Maður­inn á bak við pinna­hæl­ana með rauðu sól­un­um sagði frá leynd­ar­dóm­um borg­ar­inn­ar í viðtali á vef Condé Nast Tra­vell­er.

Íslend­ing­ar geta flogið beint frá Kefla­vík til Lissa­bon en Play hef­ur flug þangað í vor. Til­valið er að feta í fót­spor Lou­bout­in í Lissa­bon sem mæl­ir með striga­skóm í borg­inni. Skó­hönnuður­inn seg­ir borg­ina sleipa eins og skíðabrekku. 

Hinn full­komni dag­ur í Lissa­bon að mati Lou­bout­in fer eft­ir því hvaða viku­dag­ur er. Á laug­ar­dög­um stopp­ar hann á flóa­markaðnum Feira da Ladra. Ann­ars byrj­ar hann góða daga á dög­urð við ánna Tag­us. Eft­ir það gengu hann heim til sín heim og leyf­ir sér að gleyma sér í borg­inni. „Lissa­bon er frá­bær til þess að ráfa í, það get­ur tekið mig meira en tvo tíma að kom­ast heim af því það er svo margt að sjá, sér­stak­lega við Chia­do-torgið,“ seg­ir hönnuður­inn. Hann seg­ist elska gamla skart­gripi og upp­boðssöl­ur sem selja gamla muni í borg­inni. Sjálf­ur keypti hann flest sín hús­gögn hjá upp­boðshús­inu Palácio Do Cor­reio Vel­ho. 

Litlu gulu sporvagnarnir eru áberandi í götumynd Lissabon.
Litlu gulu spor­vagn­arn­ir eru áber­andi í götu­mynd Lissa­bon. Ómar Óskars­son

Í Lissa­bon er að finna marg­ar kirkj­ur og seg­ist Lou­bout­in vera dug­leg­ur að stoppa og skoða kirkj­urn­ar. Igreja de São Roque og Con­vento dos Car­daes eru í upp­á­haldi hjá hönnuðinum vegna þess hversu kaþólski stíll­inn skín í gegn. „Það var jarðksjálfti á 19. öld sem eyðilagði stór­an hluta af borg­inni og það hef­ur ekki allt verið end­ur­byggt. Í sum­um til­fell­um er ytra byrðið eins en ekk­ert annað, rétt eins og í Igreja de São Dom­ingos sem er reynd­ar í upp­á­haldi hjá mér. Ég er mjög ánægður ferðamaður þar.“

Útsýnisstaðurinn Miradouro de São Pedro de Alcântara, með útsýni yfir …
Útsýn­is­staður­inn Mira­douro de São Pedro de Alcânt­ara, með út­sýni yfir Baixa að kast­al­an­um Ca­stelo de Sao Jor­ge sem gnæf­ir yfir Al­fama hverfið. Ómar Óskars­son

Lou­bout­in seg­ir Portú­gala tala mikið um mat rétt eins og Frakka og er markaður­inn Merca­do da Ri­beira í upp­á­haldi hjá hon­um. Ásamt því að kaupa mat­vöru er hægt að setj­ast niður og borða á veit­inga­stöðum á markaðnum. Hann mæl­ir með veit­ingastaðnum Santa Cl­ara dos Cogu­me­los en þar er lagt áherslu á sveppi í mat­reiðslunni. 

Mörg­um göml­um hús­um hef­ur verið breytt í söfn. Hönnuður­inn mæl­ir með Museu da Cida­de sem hann seg­ir ótrú­leg­an stað með fal­leg­um garði. The Museu Nacional de Arte Antiga er annað lista­safn sem hann mæl­ir með. 

mbl.is