Ragna ílengdist í Kaupmannahöfn

Borgin mín | 12. mars 2022

Ragna ílengdist í Kaupmannahöfn

Ragna Sigríður Bjarnadóttir, fata- og textílhönnuður, er á leiðinni heim eftir tæp sjö góð ár í Kaupmannahöfn. Ragna er spennt fyrir nýjum tímum en á eftir að sakna þess að fara út í sumarkjól á heitum sumardögum í Danmörku. 

Ragna ílengdist í Kaupmannahöfn

Borgin mín | 12. mars 2022

Listakonan Ragna Sigríður Bjarnadóttir á eftir að sakna Kaupmannahafnar. Myndin …
Listakonan Ragna Sigríður Bjarnadóttir á eftir að sakna Kaupmannahafnar. Myndin er frá opnun á einkasýningu hennar en sýningin ber yfirskriftina Þræðir og stendur yfir í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Aðsend

Ragna Sig­ríður Bjarna­dótt­ir, fata- og tex­tíl­hönnuður, er á leiðinni heim eft­ir tæp sjö góð ár í Kaup­manna­höfn. Ragna er spennt fyr­ir nýj­um tím­um en á eft­ir að sakna þess að fara út í su­mar­kjól á heit­um sum­ar­dög­um í Dan­mörku. 

Ragna Sig­ríður Bjarna­dótt­ir, fata- og tex­tíl­hönnuður, er á leiðinni heim eft­ir tæp sjö góð ár í Kaup­manna­höfn. Ragna er spennt fyr­ir nýj­um tím­um en á eft­ir að sakna þess að fara út í su­mar­kjól á heit­um sum­ar­dög­um í Dan­mörku. 

„Ég flutti til Kaup­manna­hafn­ar fyr­ir tæp­um sjö árum síðan til þess að fara í masters­nám í fata­hönn­un og ílengd­ist svo í borg­inni,“ seg­ir Ragna um ástæðu þess að hún flutti til Kaup­manna­hafn­ar. Hún hef­ur starfað sem fata­hönnuður í borg­inni og nú síðast hjá fata­merk­inu 2NDDAY. 

„Við maður­inn minn ætluðum alltaf að vera hér út i tíma­bundið og okk­ur líður eins og það sé rétti tím­inn núna að koma heim. Við erum með tvö börn, þriggja og hálfs og eins árs og finn­um vel fyr­ir því að vera ekki með fjöl­skyldu­netið til að fá hjálp með þau. Eins sökn­um við mikið fjöl­skyldu og vina og mig var líka farið að langa til að breyta til í vinn­unni hjá mér og vinna meira „freel­ance“ í alls kon­ar skap­andi verk­efn­um og hafa meiri tíma til að skapa mín eig­in tex­tíll­ista­verk sem ég hef verið að vinna að meðfram fullri vinnu síðustu árin. Ég er kom­in með nokk­ur spenn­andi verk­efni í gang en hlakka mikið til að vera með báða fæt­ur á klak­an­um og dýfa mér aft­ur í hönn­un­ar­brans­ann eft­ir þessi ár í burtu,“ seg­ir Ragna um tíma­mót­in. 

Á leikvelli á Íslandsbryggju.
Á leik­velli á Íslands­bryggju. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu þér upp­á­halds­hverfi? 

„Á meðan ég var í námi fannst mér best að vera á Vester­bro í af­slappaða iðandi mann­líf­inu þar en við höf­um lengst af búið á Ama­ger þar sem er miklu meira pláss og meiri nátt­úra. Við keypt­um okk­ur íbúð á Aust­ur-Ama­ger þar sem við búum eig­in­lega í miðjum al­menn­ings­garði með sjö leik­velli í fimm mín­útna göngu­fjar­lægð, metró stutt frá og geggjað út­sýni yfir friðað nátt­úru­svæði.“

Eiga Íslend­ing­ar það til að gera ein­hver mis­tök þegar þeir heim­sækja gamla höfuðstaðinn?

„Kannski helst að ein­beita sér of mikið að miðbæn­um og Strik­inu. Ég mundi alltaf mæla með degi á Vester­bro og degi á Nør­re­bro. Mæli líka mikið með því að taka lest annað hvort á Louisi­ana eða Arken, bæði ótrú­lega fal­leg lista­söfn aðeins fyr­ir utan borg­ina með fal­legu um­hverfi.“

Á Louisiana-listasafninu.
Á Louisi­ana-lista­safn­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu þér upp­á­haldsveit­ingastað og kaffi­hús?

„Ég er varla búin að fara mikið út síðustu tvö ár vegna heims­far­ald­urs og fæðing­ar­or­lofs! Svo list­inn af upp­á­halds­heimsend­um mat er mun lengri. En upp­á­halds­bar­inn minn er alltaf BRUS á Nør­re­bro. Nýj­asti upp­á­haldsveit­ingastaður­inn minn er palestínsk­ur staður í slátr­ara­hverf­inu á Vester­bro (Kød­byen) sem heit­ir Gaza Grill. Þar fékk ég besta halloumi lífs míns um dag­inn. Svo var ég að prófa í fyrsta skipti mjög sætt og smá falið kaffi­hús sem heit­ir Beau Marché í miðbæn­um sem ég á eft­ir að fara oft á held ég. Upp­á­halds ham­borg­ar­inn er svo Popl við ís­lenska sendi­ráðið, græn­met­is­borg­ar­inn er al­veg svaka­leg­ur!“

Hvað má alls ekki láta fram hjá sér fara í borg­inni?

„Ég á eft­ir að sakna svo mikið heitu sumr­anna í Kö­ben. Að getað bara labbað út í su­mar­kjól, hjólað í fal­leg­an al­menn­ings­garð, hoppað útí sjó af bryggju og fengið sér svo góðan street­food mat og setið úti langt fram á kvöld. Í Kö­ben er svo auðvelt að hafa ekk­ert plan og dóla sér bara í gegn­um dag­inn. Þar er ein­hvern veg­inn allt til alls. Svo er borg­in líka ein­stak­lega barn­væn og full af leik­völl­um og alls kon­ar skemmti­legu fyr­ir börn.“

Bátsferð um kanalana í miðbænum.
Báts­ferð um kana­l­ana í miðbæn­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvar er best að versla í borg­inni?

„Ég er mjög hrif­in af búðum sem selja notaðan merkjafatnað í umboðssölu, upp­á­halds eru Lula Second­hand, Magnolia Second­hand og I Blame Lulu. Svo eru flest­ar helg­ar markaðir um alla borg þar sem er hægt að nálg­ast alls kon­ar ein­staka hluti. Það er líka mjög gam­an að finna hönn­un­ar­markaði, til dæm­is Flid Mar­ked eða Find­ers Kee­pers þar sem hönnuðir og lista­menn selja hand­verk sitt á staðnum.“

Hægt er að fylgj­ast með Rögnu og henn­ar verk­efn­um á Inst­g­aram. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Ragna Bjarna (@ragna­bjarna)



mbl.is