Segja markmið borgarinnar ófullnægjandi

Vöggustofur í Reykjavík | 14. mars 2022

Segja markmið borgarinnar ófullnægjandi

Þau markmið sem borgarráð hefur kynnt sem grundvöll rannsóknar á starfsemi vöggustofa borgarinnar, eru ófullnægjandi og verður alls ekki séð að athugunin muni koma til með að skila þeim niðurstöðum sem mestu máli skipta.

Segja markmið borgarinnar ófullnægjandi

Vöggustofur í Reykjavík | 14. mars 2022

Fulltrúar Réttlætis vilja að rannsóknin verði útvíkkuð.
Fulltrúar Réttlætis vilja að rannsóknin verði útvíkkuð. Ljósmynd/Aðsend

Þau mark­mið sem borg­ar­ráð hef­ur kynnt sem grund­völl rann­sókn­ar á starf­semi vöggu­stofa borg­ar­inn­ar, eru ófull­nægj­andi og verður alls ekki séð að at­hug­un­in muni koma til með að skila þeim niður­stöðum sem mestu máli skipta.

Þau mark­mið sem borg­ar­ráð hef­ur kynnt sem grund­völl rann­sókn­ar á starf­semi vöggu­stofa borg­ar­inn­ar, eru ófull­nægj­andi og verður alls ekki séð að at­hug­un­in muni koma til með að skila þeim niður­stöðum sem mestu máli skipta.

Þetta kem­ur fram í opnu bréfi til borg­ar­yf­ir­valda sem var sent út fyr­ir hönd hóps­ins Rétt­læt­is, sem er hóp­ur ein­stak­linga sem voru vistaðir sem börn á vöggu­stof­un­um.

Þá hafi borg­ar­ráð ekki notað orðið rann­sókn til að lýsa starfi nefnd­ar­inn­ar held­ur frek­ar verið not­ast við orðin „at­hug­un“, „að lýsa“ og „leit­ast við“ til að lýsa störf­um henn­ar. Ekki sé hægt að túlka þetta á ann­an hátt en að grunnt verði kafað.

Heild­stæð at­hug­un

Til­efni bréfs­ins er til­kynn­ing borg­ar­ráðs sem var send út í síðustu viku þar sem greint var frá því að til­laga um nefnd þriggja og óháðra ein­stak­linga sem eiga að gera „heild­stæða at­hug­un á starf­semi Vöggu­stof­unn­ar að Hlíðar­enda og Vöggu­stofu Thor­vald­sens­fé­lags­ins“, hafi verið samþykkt.

Þar kom fram að sam­kvæmt ákvörðun borg­ar­ráðs yrðu mark­mið og meg­in­verk­efni nefnd­ar­inn­ar sexþætt:

  1. Að lýsa starf­semi vöggu­stof­anna, hlut­verki þeirra í barna­vernd­ar- og/​eða upp­eld­is­mál­um og til­drög­um þess að börn voru vistuð þar á því tíma­bili sem um ræðir.
  2. Að leit­ast við að staðreyna eins og kost­ur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofn­un­inni hafi sætt illri meðferð eða of­beldi meðan á dvöl­inni stóð.
  3. Að lýsa því hvernig eft­ir­liti Reykja­vík­ur­borg­ar og rík­is­ins með vöggu­stof­un­um var háttað.
  4. Að lýsa öðrum atriðum sem tengj­ast starf­semi vöggu­stof­anna og nefnd­in tel­ur þarfn­ast skoðunar.
  5. Nefnd­in skal skila skýrslu um störf sín til borg­ar­ráðs.
  6. Leggja grund­völl að til­lög­um til borg­ar­ráðs um frek­ari viðbrögð ef ástæða þykir til.

Ómark­viss og illa skil­greind

Eins og fram kom í byrj­un frétt­ar eru full­trú­ar þeirra sem vistaðir voru á Vöggu­stof­un­um sem börn, ekki full­kom­lega sátt­ir við ákvörðun borg­ar­ráðs. Telja þeir mark­mið yf­ir­valda illa skil­greind og ómark­viss og hafa þeir því komið fram með nýj­ar rann­sókn­ar­spurn­ing­ar fyr­ir nefnd­ina.

Hljóða þær svo:

  1. Hverj­ar voru ástæður þess að börn voru vistuð á vöggu­stof­um borg­ar­inn­ar?
  2. Hver var ástæða þess að stórskaðleg­ir starfs­hætt­ir, sem gengu þvert gegn fyr­ir­liggj­andi rann­sókn­um, heil­brigðri skyn­semi og mann­legu eðli, voru við lýði á vöggu­stof­um borg­ar­inn­ar?
  3. Hvernig þrif­ust börn á meðan þau voru vistuð á vöggu­stof­um borg­ar­inn­ar?
  4. Hversu mörg börn lét­ust á vöggu­stof­um borg­ar­inn­ar og hver var dánar­or­sök­in?
  5. Hvað varð um börn sem vistuð voru á vöggu­stof­um borg­ar­inn­ar og hvernig vegnaði þeim í líf­inu?

Al­gjört skiln­ings­leysi

Seg­ir einnig í bréf­inu að eitt af þeim mark­miðum sem borg­ar­ráð hafi út­listað beri með sér al­gjört skiln­ings­leysi á starfs­hátt­um vöggu­stof­anna:

„Að leit­ast við að staðreyna eins og kost­ur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofn­un­inni hafi sætt illri meðferð...“ Það er óum­deild staðreynd, studd með mörg­um rann­sókn­um, að starfs­hætt­ir þeir sem tíðkuðust á vöggu­stof­um borg­ar­inn­ar buðu ekki upp á annað en skaðlega og illa meðferð á öll­um börn­um sem þar voru vistuð. Þetta atriði er út­gangspunkt­ur og þarf því ekki að rann­saka sér­stak­lega.

Þá telja full­trú­ar Rétt­læt­is einnig mik­il­vægt að starfs­tíma­bilið sem rann­sókn­in á að taka fyr­ir verði víkkað úr 1949-1973 í 1949-1979, þar sem Vöggu­stofa Thor­vald­sens­fé­lags­ins var vissu­lega starf­rækt til 1979. Því hafði ein­ung­is verið breytt í upp­töku­heim­ili árið 1973 fyr­ir börn á aldr­in­um 3 mánaða til 12 ára en fyr­ir ligg­ur að á heim­il­inu haf vöggu­stofa einnig verið rek­in á þeim tíma.

mbl.is