Erfitt en West er faðir barnanna

Kardashian | 18. mars 2022

Erfitt en West er faðir barnanna

Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið mikinn á samfélagmiðlum að undanförnu í kjölfar skilnaðar síns við Kim Kardashian. Hjónin fyrrverandi eiga saman fjögur börn og segir raunveruleikastjarnan Kardashian að hún reyni fara ekki niður á sama plan og West. 

Erfitt en West er faðir barnanna

Kardashian | 18. mars 2022

Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn saman.
Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn saman. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið mikinn á samfélagmiðlum að undanförnu í kjölfar skilnaðar síns við Kim Kardashian. Hjónin fyrrverandi eiga saman fjögur börn og segir raunveruleikastjarnan Kardashian að hún reyni fara ekki niður á sama plan og West. 

Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið mikinn á samfélagmiðlum að undanförnu í kjölfar skilnaðar síns við Kim Kardashian. Hjónin fyrrverandi eiga saman fjögur börn og segir raunveruleikastjarnan Kardashian að hún reyni fara ekki niður á sama plan og West. 

Kardashian segir í viðtali í spjallþætti Ellenar DeGeneres að foreldrar hennar, Kris Jenner og Robert Kardashian, séu henni miklar fyrirmyndir. Þau skildu eftir að hafa eignast fjögur börn en hafi samt átt gott samband. „Svo ég er vongóð,“ sagði Kardashian. 

„Sama hvað gengur á þá er hann faðir barnanna minna og ég mun alltaf reyna að vernda, ég mun alltaf vilja að börnin sjái það besta. Eins erfitt og það getur verið stundum þá reyni ég að hunsa það og reyni að gera það besta fyrir börnin mín.“

Það hefur reynt á þolinmæðina og foreldrasamstarfið að undanförnu. West hefur verið gríðarlega virk­ur á sam­fé­lags­miðlum und­an­farn­ar vik­ur og notað þá meðvitað til að koma á höggi á Kar­dashi­an og kær­asta henn­ar, grín­ist­ann Pete Dav­idson. Hef­ur hann dregið börn sín og Kar­dashi­an inn í umræðuna og op­in­berað meint sam­töl á milli hans og Kar­dashi­an. 

mbl.is