Segir West á hættulegri braut

Kanye West | 18. mars 2022

Segir West á hættulegri braut

Spjallþáttastjórnandinn Trevor Noah segir það vera sorglegt að fylgjast með framferði fjöllistamannsins Kanye West á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Þetta er í annað sinn sem Noah tjáir sig um málefni West, en fyrr í vikunni ræddi hann um framgöngu hans gagnvart fyrrverandi eiginkonu hans Kim Kardashian. 

Segir West á hættulegri braut

Kanye West | 18. mars 2022

Kanye West og Trevor Noah.
Kanye West og Trevor Noah. Samsett mynd

Spjallþátta­stjórn­and­inn Trevor Noah seg­ir það vera sorg­legt að fylgj­ast með fram­ferði fjöll­ista­manns­ins Kanye West á sam­fé­lags­miðlum og í fjöl­miðlum. Þetta er í annað sinn sem Noah tjá­ir sig um mál­efni West, en fyrr í vik­unni ræddi hann um fram­göngu hans gagn­vart fyrr­ver­andi eig­in­konu hans Kim Kar­dashi­an. 

Spjallþátta­stjórn­and­inn Trevor Noah seg­ir það vera sorg­legt að fylgj­ast með fram­ferði fjöll­ista­manns­ins Kanye West á sam­fé­lags­miðlum og í fjöl­miðlum. Þetta er í annað sinn sem Noah tjá­ir sig um mál­efni West, en fyrr í vik­unni ræddi hann um fram­göngu hans gagn­vart fyrr­ver­andi eig­in­konu hans Kim Kar­dashi­an. 

Í kjöl­farið beitti West sér gegn hon­um og hótaði hon­um í at­huga­semd und­ir færslu á In­sta­gram. Síðar var West sett­ur í tíma­bundið bann á In­sta­gram, meðal ann­ars vegna rasískra um­mæla West. 

Noah lofaði West og sagði hann hafa haft mik­il áhrif á hann. „Ég hugsa öðru­vísi um hvernig ég eyði pen­ing­un­um mín­um út af þér, ég lærði að vernda barns­legt hug­mynd­arflug mitt vegna þín. Fjand­inn, ég brosi alltaf þegar ég spenni mig í bíl­beltið vegna þín,“ sagði Noah. 

Hann sagði það virki­lega sorg­legt að fylgj­ast með West. „Mér er sama þótt þú styðjir Trump og mér er al­veg sama þó þú grill­ir Pete. Mér er hins veg­ar ekki sama þegar ég sé þig á þess­ari hættu­legu braut,“ sagði Noah.

Hann hvatti hann til þess að læra mun­inn á að berj­ast fyr­ir fjöl­skyld­unni sinni og að berj­ast við fjöl­skyld­una sína. „Ég hef allt of oft lesið fyr­ir­sagn­ir um karl­menn sem myrða fyrr­ver­andi eig­in­kon­ur sín­ar, börn­in sín, og svo sjálfa sig. Ég vil ekki lesa þá fyr­ir­sögn um þig.“

mbl.is